Evra eða króna

Á bloggsíðu Evrópusamtakanna er einmitt bent á grein Jóns Sigðurssonar um hvort krónan eða evra henti okkur betur. Mæli með að lesa það, ásamt greininni "Hvers vegna evru" eftir Jón Steinsson. Þessir stjörnuhagfræðingar Íslands eru á einu máli um hvor gjaldmiðillinn hentar okkur betur, og nú er LÍÚ að kalla eftir breyttri gengisstefnu. Það er ljóst að Íslenska krónan verður að fara víkja.
mbl.is LÍÚ: Breytt gengisstefna það eina sem getur mildað áfallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DARPA challenge

Það sem fréttamenn mbl eru að reyna segja okkur frá er DARPA Challenge, sem má lesa um hér. Síðast var hún í eyðimörk og fullt af bílum sem keyra sig sjálfir án nokkurar utanafkomandi hjálpar náðu að komast í mark, sem var mjög skemmtilegt því árið áður komst enginn í mark. Þetta markaði í raun nokkur tímamót í AI heiminum, því það var gert svo mikið grín af gervigreindinni þegar enginn komst í mark. Mig grunar samt að þetta verði pínu svipað núna, þeas þessi keppni verði ekkert frábær en strax árið eftir verið búið að leysa öll þau vandamál

Held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir hvað heimurinn er að fara breytast hratt. Hvet fólk til að skoða TED fyrirlesturinn frá Ray Kurzweil, því þetta er maður sem fær fólk til að fríka út yfir framtíðinni.. amk varð Bill Joy (sem t.d. bjó til VI og BSD) mjög óttasleginn. Ég er mun bjartsýnni en hann.. hlakka bara til að sjá hvað gerist.


mbl.is Bílar án bílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanflokks ágreiningur um kvótakerfið

Merkilegt að Sturla Böðvarsson lýsi því yfir að kvótakerfið hafi mistekist og vísar þar til áhrifa þess á byggð í sjávarplássum á sama degi og Illugi Gunnarrson þingmaður sama flokks skrifar í Fréttablaðið að kvótakerfið sé gott og því megi ekki breyta til að hygla byggðarfélögum á kostnað sjávarútvegsfyrirtækjanna í landinu.

Er engin samstaða í þessum flokki um hvernig þetta kerfi eigi að vera? Byggðarkvóti öðrumeginn, en frjáls markaður hinumeginn.. er þetta kannski íhaldsarmurinn að bitast á við frjálshyggjuarminn?


mbl.is Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða Framsóknarmaður lekur svona?

Það er stórundarlegt að allar stórfréttir innan Framsóknarflokksins komast í fjölmiðla áður en þær eru komnar almennilega á borðið hjá Framsókn; fréttamennirnir vissu allir að Halldór væri að fara segja af sér áður en það gerðist, þeir vissu allir að Finnur Ingólfsson ættu að taka við flokknum áður en það náðist sátt um það þannig að það varð ekkert af því, og núna vita þeir að Jón Sigurðsson sé að fara segja af sér.

Það er ekki nóg með að Framsókn leki fylgi yfir á hina flokkana, heldur er greinilega leki þar hjá innsta koppi í búri -- og þá örugglega hjá einhverjum sem sér sjálfum sér hag í því að fréttamennirnir ýti atburðarrásinni hratt og örugglega áfram. Hvort þetta sé Valgerður, Guðni, Siv eða Björn Ingi - það verður gaman að vita, en einhver af þeim er að reyna stýra atburðarrásinni til að verða formaður.


mbl.is Fullyrt að Jón Sigurðsson ætli að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn

Af vísi.is

Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni.

Það vekur óneitanlega athygli þegar Indriði H Þorláksson sem um árabil var ríkisskattstjóri - lét af því starfi fyrir örfáum mánuðum - fer fram og tjáir sig um skattastefnu stjórnvalda. Ekki verður annað séð en að hún fái falleinkun hjá embættismanninum fyrrverandi. Hann blandar sér nú rétt fyrir kosningar í umræðu um hvort skattbyrði hafi aukist eða minnkað.

Stefán Ólafsson, prófessor hefur haldið því fram að skattbyrðin hafi aukist og mest á tekjulægstu hópana. Í greinum sem Indriði birtir á bloggsíðu sinni staðfestir hann þetta og vísar til þess að tekjuskattur einstaklinga hafi hækkað - sem hlutfall af þjóðarkökunni á árinum 1990 toil 2004. Innan OECD lækkaði þetta hlutfall. Tekjuskatturinn hefur einnig hækkað sem hlutfall af rauntekjum þegar litið er til síðustu 20 ára

"Í ljósi framangreindra staðreynda er ekki um það að deila að skattar hafa hækkað hér á landi og skattbyrði aukist á síðustu tveimur áratugum," - skrifar Indriði.

Stjórnvöld hafa borið því við að kaupmáttur hafi aukist mikið og til þess verði að horfa þegar skattbyrði er metin. Indriði gefur ekki mikið fyrir þau rök - og bendir á að einstaklingar sjái á eftir stærri hluta af kaupmætti tekna sinn atil hins opinbera en áður var - sem þýði að skattbyrðin hefði aukist.

Niðurstaðan er sú að menn hafi ekki staðið við að lækka skatta - segir Indriði:
".. boðaðar skattalækkanir með breytingum á skattalögum á undanförnum árum hafa ekki skilað sér. (..) Loforð um lækkun skattbyrði með breytingum á skattalögum eru í eðli sínu marklaus."

Indriði blandar sér einnig í umræðuna um hvort skattbyrði hinna tekjulægri hafi aukist eða ekki. Segir hann að hækkuð skattbyrði hafi leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum hjá u.þ.b. fimmtungi tekjulægstu hjónanna. Hjá öðrum hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist eða haldist lítt breyttur.

Að lokum skrifar ríkisskattstjórinn fyrrverandi:
"Sanngirni kemur fram í því að þeir sem háar tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt en hinir tekjulægri. Þegar framangreindar tölur eru skoðaðar verður varla sagt að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á síðustu árum stuðli að þessum markmiðum og að tekjuskattskerfið gæti jafnræðis og sanngirni."


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir kosningar

þá er hollt og gott að skoða kjósa.is

Dómsdagur nálgast!

Tré spretta í gegnum Skóda, hverir opnast í miðborginni og Framsókn tvöfaldar fylgið sitt á tveimur dögum! Þetta getur aðeins þýtt að landið stefni hratt í óefni!


mbl.is Goshver á bílastæði; Skódi rekinn í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagvöxtur undir meðallagi á Íslandi!

Hagvöxtur á Íslandi er undir 2% á þessu ári! þrátt fyrir stóriðjustefnu stjórnvalda. Meðalhagvöxtur í heiminum er 5%, og því er alveg ljóst að núverandi stefna er gjörsamlega að bregðast. Það er útlit fyrir hallarekstur á næsta ári á ríkisjóði og 5% atvinnuleysi eftir 2 ár skv. seðlabankanum.. þannig að það er spurning hvort það sé hægt að afstýra þeirri kreppu sem Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að stýra okkur í. Það er amk ljóst að það verður ekki gert með áframhaldandi íhaldi, því þeir komu okkur í þetta vesen.

Stóriðja er ekki svarið; þau lönd Evrópu sem hafa lagt áherslu á menntun og rannsóknir eru að skila mestum hagvexti, eins og Finnland og Írland. Samfylkingin lagði til metnaðarfulla menntunaráætlun í gær sem mun án efa skila meiri hagvexti en áframhaldandi álvæðing. Álver og stóriðja er lausn fortíðarinnar sem er gjörsamlega úr sér gengin. Það þarf nauðsynlega að losna við þessa íhaldssömu ríkistjórn sem við höfum hér á Íslandi ef við eigum ekki að missa af lestinni.

Árangur áfram ekkert stopp með Framsókn og Íhaldi segir bara hálfa söguna, því árangurinn er ekkert glæsilegur. Kjósum Samfylkinguna í ríkistjórn um næstu helgi, og þá fáum við að sjá alvöru árangur.


mbl.is Fjármálaráðherra: Stóriðja ekki forsenda framfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfesting í menntun = hagvöxtur!

Þetta er eitthvað sem núverandi stjórnvöld virðast ekki hafa skilið; íhaldsríkistjórnin sem hefur setið hérna í 12 ár trúir ekki að peningar komi frá aukinni menntun starfsfólks og rannsóknum -- hjá B&D má formúlan ekki vera flóknari en Ísland - náttúra + ál = lítill hagvöxtur. Menntun er fjárfesting en ekki bara útgjöld!

Ísland kemur ekki vel út í samanburði við Evrópu þegar kemur að menntun; eyðir mun minna per nemenda í framhalds og háskólum en Evrópulöndin og við erum með mun læga menntunarstig en hin löndin þar sem svo fáir sækja sér háskólamenntun. Það skrýtna er að leikskólar og grunnskólar koma mjög vel út, sem eru einmitt þau skólastig sem sveitarfélögin sjá um.. 


mbl.is Samfylkingin boðar fjárfestingarátak í menntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til skammar!

Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir löngu síðan útaf svipuðu máli þá, langaði alveg hrikalega til að segja mig aftur úr þjóðkirkjunni þegar biskupinn sagði að það "ætti ekki að henda hjónabandinu á sorphaugana" þegar hann var að tala um hjónabönd samkynhneigðra.. og þetta er enn ein ástæðan afhverju ég myndi segja mig úr þessari þjóðkirkju - það er bara ekki hægt að sætta sig við það að kirkja þjóðarinnar geti ekki gefið saman stóran hluta þjóðarinnar!

Ég las þessa grein eftir samkynhneigðan ameríkana um daginn sem fékk mig til að hugsa virkilega mikið um hvernig fólk getur fengið sig til að fordæma fólk svona út frá kynhneigð! Þetta er ófyrirgefanlegt í nútíma samfélagi, og mér finnst ótrúlega sorglegt hvernig þjóðkirkjan á Íslandi hefur hagað sér í þessu máli. Ef ég gæti sagt mig úr þjóðkirkjunni aftur þá myndi ég gera það.. í stað þess hvet ég bara aðra til að gera það. Mæli líka með að kirkjunnar menn fari að fylgjast með SciFi sápuóperunni gayliens, því hún er snilld!


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband