Evra eða króna

Á bloggsíðu Evrópusamtakanna er einmitt bent á grein Jóns Sigðurssonar um hvort krónan eða evra henti okkur betur. Mæli með að lesa það, ásamt greininni "Hvers vegna evru" eftir Jón Steinsson. Þessir stjörnuhagfræðingar Íslands eru á einu máli um hvor gjaldmiðillinn hentar okkur betur, og nú er LÍÚ að kalla eftir breyttri gengisstefnu. Það er ljóst að Íslenska krónan verður að fara víkja.
mbl.is LÍÚ: Breytt gengisstefna það eina sem getur mildað áfallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

En; að taka upp evru er það sama og breytt gengisstefna.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 6.7.2007 kl. 12:52

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Rétt, en um leið og við förum að lækka vexti þá fara þeir aðilar sem hafa keypt jöklabréfin að draga fjármagnið sitt til baka og þannig grafa mjög hratt undan krónunni - sem þýðir aukin verðbólga sem er einmitt það sem verið að berjast gegn með háum vöxtum!. Verðbólga kemur öllum iðnaði mjög illa, og þess vegna erum við eiginlega fastir á milli steins og sleggju. Við þær aðstæður er ríkistjórnin að glíma núna, og Samtök iðnaðarins og atvinnulífsins eru alveg sammála stjórnendum stærri bankana um það að krónan sé bara of lítil. Þess vegna verður krónan að fara víkja.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 6.7.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband