11.7.2007 | 12:02
Sumarfrí í Reykjavík
Það er ótrúlega fínt að vera í sumarfríi í Reykjavík þegar veðrið er eins og það hefur verið síðustu vikurnar. Það eru nokkrir hlutir sem ég held að hinn almenni Reykvíkingur sé að láta algjörlega framhjá sér fara;
- Fiskur í ostabúðinni á skólavörðustíg í hádeginu
- Fiskur úr fylgifiskum á grillið! Þorskur í bananalaufi er snilld
- Hrefnuspjót og humarsúpa hjá Sægreifanum
- Bjór í garðinum á Sirkús
- Rúgúlapizza með speltbotni á Reykjavík Pizza Company
Annars er í raun komið nóg af Reykjavík í bili.. ætla skreppa norður og skoða bruggverksmiðjuna Kalda og fá mér síðan að borða á veitingarstaðnum Brekku í Hrisey! held að það verði algjör snilld, en mun örugglega ekki endast neitt sérstaklega lengi í rigningunni á Akureyri!
Sá þessa mynd á leiðinni út í Krambúð í fyrradag.. áhugavert;Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Athugasemdir
Rigningunni á Akureyri! Hnussumsvei... Hérna er bongóblíða að vanda væni! :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 11.7.2007 kl. 16:36
Bið að heilsa norður á Brekku í Hrísey. Hann var ekki vondur ölinn sem við fengum þar í haust.
Magnús Már Guðmundsson, 11.7.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.