Held að matarverðið sé enn hærra

Ég bjó í Danmörku á síðastliðnu ári og mér fannst mataverð vera miklu lægra en hér á Íslandi, en það var ekki endilega bara útaf verðinu út í búð heldur einning útaf tilboðunum í búðunum! Það var endalaust verið að selja manni tvö kíló af kjúklingabringum á verði eins, þrjár pakka af kexi á verði tvegga og fleira sem virkilega lækkaði matarkörfuna hjá manni. Svona tilboð eru ekki tekin með í vísitölumælingar, og miðað við að besta tilboðið sem ég hef séð er 20% afsláttur við kassa um miðja viku í Bónus þá held ég að matvælaverð í raun sé mun hærra hér en mælist í könnunum!

Það er svo sorglegt að sjá hvernig umræðan um matvælaverðið þróast alltaf; Framsóknarmennirnir kenna háum launum um, Sjálfstæðismennirnir benda á Baug, Vinstri Grænir eru bara á móti háu matvælaverði en koma ekki með lausnir frekar en fyrri daginn en Samfylkingin leggur til að lækka alla verndartolla til þess að vera með svipað verð og í Danmörku. Sjálfstæðismennirnir vilja ekki sjá að það verði hróflað við landbúnaðarkerfinu þannig að ég held að við getum ekki búist við því að sjá matvælaverð lækka mikið í tíð núverandi ríkistjórnar þar sem landbúnaðar og fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokks munu alltaf koma í veg fyrir það.. og ekki mun þessu kerfið vera breytt með Framsókn.

Þess vegna er ég og mjög margir aðrir komnir á það að matvælaverð muni ekki lækka fyrr en við göngum í ESB og þurfum að fella niður alla verndartolla á landbúnaðarvörur. Verst hvað margir óttast ESB aðild af einhverjum falsrökum, því ef maður skoðar það þá breytist ekkert annað hér en að við getum tekið upp stóran stöðugan gjaldmiðil í stað krónunnar og matvælaverð mun lækka mjög mikið. Sjávarútvegstefna ESB samrýmist algjörlega Íslenskum sjávarútvegi, og við erum nú þegar búin að taka upp meirihlutann af regluverkinu í gegnum EES samninginn okkar. Ég vona að þessi umræða fari alminnilega af stað, og að fólk hætti að segja að við glötum sjálfstæðinu eða missum fiskimiðin okkar, því það er bara ekki rétt!.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Örn

Reynslan mín frá því að ég bjó í Danmörku er svipuð.

Það sem gleymist líka í matvælaverðsumræðunni að í öðrum evrópulöndum er möguleikinn til að versla ódýrt til staðar. Til dæmis er mikið úrval gosdrykkja til en einhverra hluta vegna eru bara pepsí og kók seld hér (fyrir utan bónus-cola sem ég sé af og til í Bónus). Þannig neyðumst við til að versla dýru alþjóðlegu matvælamerkin eins og Hunt´s, Nestlé o,fl. í stað þess að geta prófað okkur áfram með ódýr og óþekkt merki og fundið eitthvað sem sem okkur líkar við.

Þessar alþjóðlegu kannanir byggjast síðan á stóru merkjunum sem eru til í öllum löndum en hinn almenni neytandi kaupir kannski ekki að staðaldri, nema auðvitað hérna á Íslandi

Steinar Örn, 13.7.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég vil Benda á bækling sem bændasamtökin gáfu út í vetur en þar er bent á samhengi launa og veðlags sem og hlutfall matvælakaupa af ráðstöfunartekjum í ýmsum löndum á aðgengilegan hátt. þar er líka margt fleira til fróðleiks

Bæklinginn má nálgast hér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Jámm, þetta er góður bæklingur Gunnar, og margt í honum og í því sem bændasamtökin eru að segja er alveg rétt. Það þýðir ekkert að benda á landbúnaðinn sem orsök vandamálsins því það er alls ekki raunin. Vandamálið er hvernig ríkið er að reyna vernda landbúnaðinn fyrir utanafkomandi samkeppni, í stað þess að styrkja hann til að mæta henni.

.

Ástæða þess að ég vill lækka matvælaverð hér með inngöngu í ESB er að stórum hluta að þá fær maður það tollaumhverfi sem er þekkt í Evrópu og virkar, en einning út af því að landbúnaðurinn fær einnig þekkt umhverfi til að starfa of dafna innan. Við fáum meira að segja meiri undanþágur undan landbúnaðarkerfinu en flestar aðrar þjóðir vegna þess hversu erfitt það er að stunda landbúnað svona norðarlega. Þetta þýðir að landúnaðinum hérna mun vegna mjög vel innan ESB.

.

Ég vona Gunnar að þú kynnir þér Evrópusamstarfið með opnari huga, og sjáir að þetta er samstarf en ekki sambandsríki eins og Bandaríkin. Sumir kalla þetta ríkjasamband, en það er ekki einusinni réttnefni yfir ESB. Við erum að taka þátt í stærsta hluta samstarfsins, og með því að taka fullan þátt í mun í raun ekkert mikið breytast.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 16.7.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Við getum leyft okkur að vera ósammála og við höfum val um þetta mál þegar meirihluti vill ganga í ESB göngum við þangað inn en eftir það fórnum við bara höndum þegar okkur líkar ekki. 

Í dag höfum við fríverslun við ýmsar þjóðir sem okkur er ekki heimilt sem aðilar. Við erum með mikla tollausa verslun USA.

Meira eða minna munu allar vörur frá USA og öðrum svæðum  hverfa af markaði.

Ég held það sé helsti styrkur íslendinga að þeir menntaðir víða og erum um allan heim versla. Það versta er skrifræðið sem er gífurlegt og það er það sem mun grafa undan sambandinu á sama hátt og það var skrifræðið sem eyðilagði Sovétríkin sálugu

En það skal aldrei segja aldrei.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 17.7.2007 kl. 23:49

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég er ekkert viss um að skrifræðið sé það hrikalegt - það er auðvitað verið að samhæfa lög 27 landa, þannig að í stað 27 mismunandi relgna er að koma 1 evrópuregla, sem er í raun einföldun. Þegar öllu er hinsvegar safnað saman, þá eru þetta margar reglur, en málið er samt að þessar reglur væru enn fleiri án Evrópusambandsins.

,

Það er rétt að við erum með fríverslunarsamninga við ýmis lönd, eins og t.d. Kína. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá skiptir meira máli að vera með góða samninga við Evrópusambandslöndin sem við stundum 70% viðskipta okkar við, en Kína sem við stundum 3% viðskipta okkar við. ESB er með mjög góða samninga við öll lönd sem það getur gert í krafti stærðar sinnar, en við hér á Íslandi erum svo smá að við getum ekki gert góða samninga við alla.

.

Ég er sammála því að menntun frá ýmsum löndum skipti gríðarlegu máli. Það er einmitt EES samninginum að þakka að við Íslendingar getum verið í skólum í Evrópusambandslöndunum jafn auðveldlega og önnur aðildarríki sambandsins. Hinsvegar eru lönd eins og Bretland sem vildu ekki fá EES ríkin inn, þannig að við þurfum að borga hærri skólagjöld þar en hin Evrópulöndin. Þegar fólk segist vilja ganga úr EES og gera einhverja tvíhliðasamninga, þá er það frjáls för vinnufólks (og þá námsmanna) sem ég myndi óttast einna mest! En sem betur fer eru það engir nema VG sem vilja ganga úr EES, ef miðað er við Evrópuskýrslu forsætisráðherra.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.7.2007 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband