6.7.2007 | 13:44
Carlos Tevez á leiðinni, og 365 ræna mig!
Ég varð svo spenntur yfir því að Tevez er að koma til United að ég hringdi í 365 til að panta áskrift um leið! og var mjög ánægður að heyra að ég get fengið Sýn2 í gegnum Skjáinn þannig að ég þarf ekki að fara hengja eitthvað loftnet utan á húsið mitt; en þegar það kom að verðinu þá var mér ekki alveg sama. 4300kr, í stað 2800kr sem ég var að borga fyrir nákvæmlega sömu fótboltaleiki á Skjá Sport - ég bjóst við að fá Meistaradeild Evrópu með, en nei! þá þarf ég að bæta Sýn við sem eru auka 4000kr og þá er ég kominn yfir 8000kr fyrir að vilja horfa á fótboltann minn!
Þetta eru ótrúleg vonbrigði! mér er alveg sama þótt boltinn hann Guðni Bergs sé að fara tala um fótbolta þarna allann daginn, ég vill bara horfa á fótbolta og borga 2500kr fyrir, og kannski 4500kr til að fá meistaradeildina, bikarinn og NBA. Þvílíkir bjánar að ætla rukka mann yfir 8000kr fyrir Enska+Meistaradeildina.. og 14000kr ef maður vill bæta Stöð2 við! Ég ætla að borga þeim eins lítinn pening og ég kemst upp með..
Krafist beinnar sölu á Tévez til Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2007 kl. 11:13 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju færðu þér ekki bara disk? www.eico.is
Mun ódýrara þegar upp er staðið :)
Ég ætla ekki að kaupa Sýn eða Sýn 2, ekki að ræða það!
Þáb (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 00:30
Sýnarar virðast halda að þeir hafi einokun á þessum markaði og geti gert hvað sem þeim sýnist.
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 16:58
já, það er spurning hvort maður skoði þennan disk. Annars var vinnufélagi minn að benda mér á að fara bara á glaumbar og fá mér borgara og bjór með þessum 3-4 leikjum sem ég er að horfa á í mánuði, og það væri svipaður kostnaður og þetta. Svosem alveg góður punktur.. ætla að sjá til eftir fyrstu mánuðina hvort ég skipti ekki bara yfir í það.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.7.2007 kl. 11:53
Fáðu þér gervihnattadisk það margborgar sig heldur en að kaupa knöttinn í svekknum;)
Páll Jens Reynisson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 12:16
Þú þarft ekkert að flýta þér neitt mikið. Tevez fer ekki til ManU fyrr en þeir hafa fyrir því að ræða við Eggert og félaga hjá West Ham.
Kristján Magnús Arason, 11.7.2007 kl. 20:02
Mér sýndist á Sky í nótt að Fergie væri alveg viss um að hann kæmi! og líka gaurinn sem á hann :)
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.7.2007 kl. 12:44
Já, já. Þeir eru það, og mega það líka alveg. En það breytir því ekki að þeir þurfa samt að fá málin á hreint við West Ham áður en Tevez getur farið. Spurðu bara forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar.
Kristján Magnús Arason, 13.7.2007 kl. 15:36
Mér finnst að fólk ætti nú einu sinni að standa saman og neita að kaupa nema á sama verði og hjá símanum.Þetta er nú frelsið þeir kaupa allt sem fólk vill horfa á og ætla að neyða fólk til að kaupa á okurverði. þetta endar með því að áhuginn á enska boltanum hverfur því miður fyrir 365
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.