Færsluflokkur: Enski boltinn

Carlos Tevez á leiðinni, og 365 ræna mig!

Ég varð svo spenntur yfir því að Tevez er að koma til United að ég hringdi í 365 til að panta áskrift um leið! og var mjög ánægður að heyra að ég get fengið Sýn2 í gegnum Skjáinn þannig að ég þarf ekki að fara hengja eitthvað loftnet utan á húsið mitt; en þegar það kom að verðinu þá var mér ekki alveg sama. 4300kr, í stað 2800kr sem ég var að borga fyrir nákvæmlega sömu fótboltaleiki á Skjá Sport - ég bjóst við að fá Meistaradeild Evrópu með, en nei! þá þarf ég að bæta Sýn við sem eru auka 4000kr og þá er ég kominn yfir 8000kr fyrir að vilja horfa á fótboltann minn!

Þetta eru ótrúleg vonbrigði! mér er alveg sama þótt boltinn hann Guðni Bergs sé að fara tala um fótbolta þarna allann daginn, ég vill bara horfa á fótbolta og borga 2500kr fyrir, og kannski 4500kr til að fá meistaradeildina, bikarinn og NBA. Þvílíkir bjánar að ætla rukka mann yfir 8000kr fyrir Enska+Meistaradeildina.. og 14000kr ef maður vill bæta Stöð2 við! Ég ætla að borga þeim eins lítinn pening og ég kemst upp með..


mbl.is Krafist beinnar sölu á Tévez til Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband