Hagvöxtur undir meðallagi til 2012!

Er þetta það sem núverandi ríkistjórn hefur verið að byggja upp síðastliðin 12 ár? Meðal hagvöxtur í heiminum er um 5%, en hér á íslandi er 1% hagvöxtur og nær alveg upp í 3% árið 2012! Ef þetta er rétt þá er núverandi ríkistjórn algjörlega búinn að klúðra uppbyggingunni hér á Íslandi, með því að vera í samkeppni við þriðja heiminn um atvinnuvegi eins og álver og aðra frum framleiðslu, þegar hinn vestræni heimur hefur verið að leggja áherslu á menntun og hátækniiðnað.

2% af hagvexti síðustu 8 ára kemur úr iðnaði, þrátt fyrir að álframleiðsla hefur tvöfaldast, á meðan 19% kemur úr þjónustu sem útskýrist örugglega að miklu leiti af bönkunum. Hvernig stendur á því að það er búið að kljúfa þjóðina í tvennt fyrir svona óhagkvæmar fjárfestingar?


mbl.is Meira jafnvægi að komast á í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Jónas. Er ekki búinn að vera bullandi uppbygging á hátækniiðnaði hérna undanfarin ár? T.d. fjármálastarfsemin, sem er einna mest IT-consuming atvinnugrein sem til er. Ég efast t.d. um að það hafi verið sköpuð hlutfallslega fleiri hátæknistörf í gömlu EB löndunum heldur en á Íslandi undanfarin ár. Enda hefur engum störfum fjölgað þar undanfarið nema opinberum störfum.

Og fyrst þú nefnir þriðja heiminn þá hefur hátæknistörfum fjölgað mikið í mörgum löndum þriðja heimsins sem sést á öllum þeim útvistunarverkefnum sem þangað fara.

Mér finnst það vera ákveðin þröngsýni hjá mörgum vinstri mönnum að vilja bara einblína á hátækniiðnað á Íslandi. Í fyrsta lagi höfum við mjög takmarkaðan mannafla í það þar sem slegist er um hvern hátænimenntaðan mann í dag.  Í öðru lagi þá verður alltaf stór hluti þjóðarinnar fólk sem hefur ekki grunn til að starfa við hátækniiðnað. Mér finnst því skynsamlegast að skapa umhverfi þar sem atvinnulífið fær skilyrði til að byggjast upp á mörgum sviðum eins og gerst hefur hérlendis undanfarið, þ.e. bæði fjármálastarsemi, álframleiðsla, flutningaþjónusta, lyfjaframleiðsla, sjávarútvegur o.s.frv. Þannig geta allir fengið vinnu og við þurfum ekki að glíma við þetta ömurlega atvinnuleysi sem er svo útbreytt í hinum vestræna heimi vegna of mikillar miðstýringar og ríkisafskipta.

Þorsteinn Sverrisson, 3.5.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband