Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ESB og fiskveiðikerfið okkar

Frétt af Visi.is

Eina leiðin fyrir erlendar útgerðir að fá að veiða í íslenskri lögsögu, ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og sameiginlegri sjávarútvegsstefnu þess, væri að íslensk stjórnvöld ákveddu að ráðstafa veiðiheimildum til erlendrar útgerðar. Þetta sagði dr. Michael Köhler, ráðgjafi sjávarútvegsstjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í svari við fyrirspurn á morgunverðarfundi um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB á Hótel Borg í gær.

%u201EGengi Ísland í ESB og yrði aðili að sameiginlegu sjávar-útvegsstefnunni sé ég aðeins einn möguleika á að aðrir en Íslendingar fengju að veiða í íslensku lögsögunni, og það er ef íslensk stjórnvöld ákveddu það. Segjum að íslenskur útgerðarmaður skyldi ákveða að hætta útgerð og snúa sér að öðru. Þá væri það á valdi stjórnvalda að útdeila veiðiheimildum hans til hollenskrar útgerðar, til dæmis," sagði Köhler.

Hann tók einnig fram, að aðild að Evrópusambandinu myndi heldur ekki breyta neinu um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Það sé bara heildarkvótinn sem sé ákveðinn á yfirþjóðlega stiginu og síðan sé það á valdi íslenskra stjórnvalda hvernig hún ráðstafaði honum í sinni lögsögu. Veiðieftirlit væri líka á könnu íslenskra stjórnvalda, það þyrfti bara að uppfylla grundvallarreglur sem um það gilda í nafni sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.

%u201EReglan um hlutfallslegan stöðugleika er slík grundvallarregla að sameiginlega sjávar-útvegsstefnan væri nánast óhugsandi án hennar," sagði Köhler, en þar sem íslenskar útgerðir eru þær einu sem samkvæmt þeirri reglu teldust hafa veiðireynslu í íslensku lögsögunni yrðu þær líka þær einu sem hefðu tilkall til að veiða þar.


Nákvæmlega það sama og Samfylkingin og Ungir Jafnaðarmenn hafa verið að segja í mörg ár, enda eru þeir sem eru á móti aðild löngu búnir að gefast upp á að reyna ljúga öðru í almenning. Afhverju ætli þetta hafi ekki verið frétt á mogganum?

Það þarf alvöru aðgerðir!

Þessar matarlækkunar aðgerðir ríkistjórnarinnar eru bara grín! og svo eru þeir að missa sig í eftirfylgni aðgerðum og hótunum við matvælaverslanir?

Hvernig væri að afnema ofurtollana, í stað þess að lækka aðeins valda tolla. Svo eru gríðarlega innflutningshömlur sem er verið að rýmka svo lítið að innflutt kjöt getur ekki orðið nema nokkur prósent af heildar neyslu. Þetta er ekki bara spurning um matarverð, það væri líka mjög gott að fá meira úrval en pylsur frá SS og osta frá MS.. allur heimurinn er þarna úti, og það væri frábært ef við hér útí norður rassgati fengjum amk að flytja eitthvað af honum hingað inn án þess að það væri í takmörkuðu magnið með mörg hundruð prósent tollum frá ríkinu.

Þessi 9% verðlækkun á matvælum sem verður næsta mars mun varla ná að lækka matarverð í það sem það var í upphafi þessa kjörtímabils. Þessi ríkistjórn er algjörlega duglaus þegar kemur að því að lækka matarverð, og það væri réttast hjá þeim að taka upp tillögur Samfylkingarinnar til að koma hreyfingu á þetta mál. Þessir flokkar virðast bara ekki þora að gera neitt.. enda bara íhald í bland við bændur.


mbl.is Miklu magni upplýsinga um verðlagsbreytingar safnað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Samfylkinguna á heilanum.

Fyndið að þeir einu sem eru að skrifa greinar og ræða við mann um vanda Samfylkingarinnar þessa dagana eru Sjálfstæðismenn. Þeir hafa miklar áhyggjur af því að formaðurinn okkar treysti mögulega ekki þingflokknum, og að þingflokkurinn treysti þá kannski ekki formanninum, og að almenningur treysti ekki Samfylkingunni né Ingibjörgu Sólrúnu. Mér finnst mjög áhugavert hvað þeim virðist vera annt um þetta, á meðan við í Samfylkingunni erum ekkert að missa okkur jafn mikið yfir þessu og þeir.

Auðvitað er áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna að vera með fylgi upp á 25% í skoðanakönnun, því það þýðir auðvitað að 75% þeirra sem taka afstöðu í þessum könnunum treysta öðrum betur en Samfylkingunni til að stjórna landinu. Það ætti hinsvegar að vera áhyggjuefni fyrir okkur sem styðja Samfylkinguna, en ekki fyrir Andrés Magnússon og Þorstein Pálsson sem ættu að vera himinlifandi með þessa þróun.

Það er áhyggjuefni fyrir fólk í Samfylkingunni, að á sama tíma og húsnæðislán almennings eru að hækka um nær 12% vegna slakrar efnahagsstjórnar - sem þýðir örugglega yfir miljón í auknar skuldir á meðal fjölskyldu á þessu ári - þá er samt fólk ennþá að treysta Sjálfstæðisflokknum betur en okkur. Sjálfstæðisflokkurinn er að verða uppvís af því að misbeita valdi sínu í þágu vina sinna í einkavæðingu banka og verktakafyrirtækja, og hafa fengið ófáa dómana á sig fyrir ólöglega mannaráðningar í sinni stjórnartíð. Þeir eru einmitt að byrja borgarstjórnartíð sína með því að endurvekja gömul óþörf embætti handa vinum sínum sína og kaupa land af fyrrum framkvæmdastjóra flokksins á yfirverði, líklegast til að hann fari úr flokknum með friði! R-listinn fékk ekki á sig neina dóma útaf ólöglegum mannaráðningum alla sína stjórnartíð, á meðan þeim er byrjað að rigna yfir nýju borgarstjórnina sem tók við nú í sumar! og hæfa fólkið því að segja upp og fara eitthvað annað þegjandi. Með þessu áframhaldi mun borgarstjórnin nýja ná Birni Bjarnasyni í kærum á mjög skömmum tíma.. enda með nokkuð duglegan Björn í sínum röðum.

Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur njóta traust almennings til að stjórna landinu, þá auðvitað á Samfylkingarfólk að hafa áhyggjur. Af hverju Sjálfstæðismennirnir eru að hafa svona miklar áhyggjur af okkur, það skil ég hinsvegar ekki.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband