Það þarf alvöru aðgerðir!

Þessar matarlækkunar aðgerðir ríkistjórnarinnar eru bara grín! og svo eru þeir að missa sig í eftirfylgni aðgerðum og hótunum við matvælaverslanir?

Hvernig væri að afnema ofurtollana, í stað þess að lækka aðeins valda tolla. Svo eru gríðarlega innflutningshömlur sem er verið að rýmka svo lítið að innflutt kjöt getur ekki orðið nema nokkur prósent af heildar neyslu. Þetta er ekki bara spurning um matarverð, það væri líka mjög gott að fá meira úrval en pylsur frá SS og osta frá MS.. allur heimurinn er þarna úti, og það væri frábært ef við hér útí norður rassgati fengjum amk að flytja eitthvað af honum hingað inn án þess að það væri í takmörkuðu magnið með mörg hundruð prósent tollum frá ríkinu.

Þessi 9% verðlækkun á matvælum sem verður næsta mars mun varla ná að lækka matarverð í það sem það var í upphafi þessa kjörtímabils. Þessi ríkistjórn er algjörlega duglaus þegar kemur að því að lækka matarverð, og það væri réttast hjá þeim að taka upp tillögur Samfylkingarinnar til að koma hreyfingu á þetta mál. Þessir flokkar virðast bara ekki þora að gera neitt.. enda bara íhald í bland við bændur.


mbl.is Miklu magni upplýsinga um verðlagsbreytingar safnað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega láta launalausa þræla öðrum löndum vinna fyrir okkur matinn og eins láta önnur ríki borga niðurgreiðslurnar  fyrir okkur 

P.s Íslenska ríkið borgar ekki krónu í stuðning fyrir svínakjöt kjúklingakjöt eða nautakjöt 

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 16:44

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Íslenska ríkið leggur 350% á kjúklingakjöt áður en það kemst í hillur á verslunum á Íslandi. Það þýðir að þeir sem framleiða og dreifa þeim matvælum geta stýrt verði sínu í samræmi við það.

Þótt þeir fái ekki beingreiðslu frá ríkinu, þá njóta þeir mestu ríkisverndar sem þú finnur. Enda er það ástæða þess að matarverðið er svona hátt, og það er það sem ríkistjórnin er ekki að beita sér nóg í að breyta.

Mér finnst danski kjúllinn betri, og hann er ódýrari.. þrátt fyrir ofurtolla.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

ps. 'þrælarnir' í utlöndum fá ekki borgað neitt á meðan við kaupum ekki matvæli af þeim. Það væri því framfaraskref fyrir heiminn að við færum að borga fátækum ríkjum fyrir matvælaframleiðslu, og förum að einbeita okkur að því sem er hægt að gera vel hér á Íslandi.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 16:55

4 identicon

Það er eingin þjóð í heiminum sem flytur inn jafn mikið af landbúnaðarvörum inn og íslendingar með jafn litlum álögum. En ég veit að við við getum gert betur til að bjarga heiminum en hefurðu komið á kjötmarkaðina í þessum löndum. ansi viss um þú myndir missa matarlystina. Veit um nokkra frá ferðalanga sem komu frá spáni í fyrra Fengu salmonellu eitrun búnir vera hálf slappir maganum síðan. Þeir töluðu ekki mikið verðlagið en það skiptir ekki máli "bara fá ódýrt"

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 18:08

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Nú ert þú bara að ljúga væni. Ég hef búið í Kanada, Austurríki og Danmörku og matvaran þar var í hærri gæðaflokki að öllu leiti - nema kannski lambakjöti. Það er skammarlega lítið úrval, af bara miðlungs matvöru hérna á íslandi. Gæða skinkur og kryddpulsur eru ofur-tollaðar þannig að ég kaupi það ekki einusinni, þrátt fyrir að finnast þær mjög góðar og vera með alveg fínustu laun.

Öll 27 ESB ríkin eru með tollfrelsi á landbúnaðarvörum sín á milli.. við á Íslandi skerum okkur úr með ofurtollum! Ég veit því ekki alveg í hvað þú ert að vitna væni.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 19:08

6 identicon

Þetta er sjálfsögðu mjög einfalt. Leyfið bændum flytja inn ódyrt  vinnuafl Við skulum gefa þeim borða og húsaskjól tímakaupið í póllandi er 100Kr við skulum borga 120 kr. það væri líka hægt lækka mikið Byggingakostnað. Hollenskir bændur eru að gera þetta. Mér svíður svakalega þegar tölvan er bila hjá mér að borga 8000Kr á tíman fyrir aðstoð. Það er hægt fá indverska tölvumenn mjög færa fyrir 100 til 200 á tíman Eins er eftirlitsiðnaður okkur lifandi drepa endlausar sýnatökur til aðkoma í veg fyrir salmonellu kampylobacter. Kosnaðurinn við þetta er okkur lifandi drepa. miljónakostnaður. Við skulum alþóðavæða þetta almennilega Verkalyðsfélög undir verndarvæng ríksins eru að  leggja 6-800% á vinnuaflið 

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 19:16

7 identicon

Fyrirgefðu ég sá ekki síðustu greinina þína en í Danmörku í fyrra létust 28 manns og 300 alvarlega veikir fyrir lífstíð úr salmonellu Íslendingar myndu að sjálfsögðu sætta sig það Bara ef það er ódýrt

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 19:28

8 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

já, gott að rökin eru svona skýr: ef við flytjum inn erlend matvæli, þá munum við deyja.. eða 1 á ári, og 4 veikjast ef við miðum við Danmörk. Ég borða einmitt bara danskann kjúkling, og lifi góðu lífi, enda aldrei heyrt aðra eins vitleysu :)

Bændur mega flytja inn erlent vinnuafl einsog þeir vilja. Hinsvegar er bara miklu einfaldara að kaupa erlend matvæli í stað þess að plástra ónýtt kerfi. Það er ekkert íslenskt við svínin eða hænurnar hérna, þau eru í alveg jafn þröngum búrum og í öðrum löndum - og eru reknar við nákvæmlega sömu heilbrigðisskilyrði og í Evrópu, þar sem þau voru sett af ESB og við tókum þau upp í gegnum EES.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 20:33

9 identicon

Lög í þessu landi koma í veg fyrir það að ég borga 120kr á timan  Ég hugsa að þín laun væru öðruvísi ef ég gæti. Til þess að þú getir notið svínasteikur sem tekur þig 30 mín. að borða og þú kannski greiðir fyrir 500 til 1500 þarf ég fyrst að ala grís 10 mánuði svo úr verði gylta frjó þegar hún er það get ég sædd hana til þess þarf ég taka sæði úr geltinum eftir kúnstarinum reglum sem þú getur ímyndað þér . Síðan þarf ég fóðra í fjóra mánuði en þá gýtur hún grísum þá þarf ég að fóðra grísin í sex mánuðu Fyrir þessa vinnu hvern einasta dag ársins fæ ég 300 kr/kg sem er minna heldur en verslunin tekur fyrir renna strikamerkinu í gegn. Evrópa hefur alla tíð soltið heilu hungri þangað til fyrir 50 árum Í dag eru minnstu kornbirgðir heiminum í 35 ár Það er að þrengjast mjög að landbúnaði í evrópu vegna þéttbýlis Helstu Wallstreet Sérfræðingar segja að vegna eftirspurnar fra kína og hækkandi orkuverðs og fleiri þátta  en korn soja og maís eru orðnir ódyrari orkugjafar en olía muni verð á landbúnaðrvörum hækka mikið í verði en skortur verð líklegur á næstu árum enda hefur aldrei meira verið fjárfest landbúnaði á Wallstreet en í fyrra. því held ég menn ættu að fara varlega í tillögum sínum til að til að geta notið stundar gróða. Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við þessir  10,000 - 12,000 vesalingar sem erum snúast í og kringum landbúnaðin erum líka fólk.

Með Bestu kveðju úr sveitinni 

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 21:45

10 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þetta útskýrir það :)

Ég vann einusinni á svínabúi í smá tíma.. það var bara nokkuð gaman. Ég er hinsvegar ekki viss um að það sé ástæða til að láta alla borga hæsta matarverð í heimi til þess að nokkrir tugir manna geta alið feita gelti.

Ef Íslenskar landbúnaðarafurðir eru jafn góðar og þú segir, þá hefur ekkert að óttast. Ef hinsvegar það er ekkert merkilegt við þær, þá mun kannski vera erfitt að halda útí kjúkling og svínum hér, en kindin mun örugglega ekki fara neitt.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 23:13

11 identicon

Ég þekki mann sem þekkir mann sem fór ekki einu sinni í ferðalag

Stjáni (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband