Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.3.2007 | 14:51
Sækjum um aðild!
Það er eina leiðin til að geta fengið vitræna umræðu; semja um aðild, og sjá svo hvort við getum sætt okkur við aðildarsamningana í þjóðaratkvæðargreiðslu. En miðað við könnunina sem SI voru að birta í dag samt held ég að núverandi stjórnvöld þori ekki að hætta á það, enda gæti þjóðin óvart samþykkt aðildarsamningana í atkvæðagreiðslunni og gengið í ESB.
Umræða um ESB óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2007 | 15:36
Góð skýrlsa.. áhugafólk um ESB ætti að lesa hana.
Þar sem ég er í vinunni þá eyddi ég bara kaffihléinu mínu til að lesa hana, en það er greinlegt að hérna er um góða skýrslu fyrir þá sem vilja kynnast Evrópusamstarfinu betur og skilja hversu mikið við erum í raun orðin aðilar að ESB með EES aðildinni okkar.
Mæli með að lesa sérálit Össurar og Ágústar aftast, og bera það svo saman við álit annarra nefndarmanna. Það skilur himinn og haf milli Samfylkingarfólks, sem hefur verið að skoða þessi mál síðan flokkurinn þeirra var stofnaður, og svo hinna flokkana sem annaðhvort skoða þetta í frístundum eða loka algjörlega á umræðuna eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera.
Samfylkingin hefur staðið að gerð rita um hver samningsmarkmið okkar ættu að vera við inngöngu, og hvaða áhrif aðild að ESB myndi hafa - og það sérst glögglega á lestri þessarar skýrslu að þeir Össur og Ágúst hafa mun meiri skilning á ESB og því að sameiginleg auðlindastefna sé engin fyrirstaða við aðild Íslands að því sambandi.
EES-samningurinn nýttur til að hafa áhrif á Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2007 | 17:43
Evru fyrir alla!
Bankarnir og fyrirtækin eru að biðja um að henda krónunni vegna þess að það er ómögulegt að vera með gjaldmiðil sem stjórnvöld vilja láta sveiflast með þorskverði, þegar sá hluti þjóðarbúsins sem stækkar hraðast er orðinn svona nátengdur Evrópu.
Það er einfaldlega öllum til hagsbóta að losa sig við þessa örmynt sem er ekki að gera neinum gott. Krónan er gagnslaust fjármálastjórnunartæki, og flotgengið, peningamálastefna seðlabankans og fjármálastjórn ríkisins hafa algjörlega brugðist þannig að við sitjum uppi með hæstu verðbólgu evrópu fyrir utan Tyrkland.
Hér þarf alvöru gjaldmiðil, sem þvingar ríkistjórnina til að vera með alvöru hagstjórn, því eins og Milton Friedman segir "inflation is just another form of taxation" eða verðbólga er bara annað form skattlagningar. Hér á íslandi endar verðbólgan á húsnæðislánunum okkar til 40 ára, og það er óafsakanlegt að ríkið hafi hækkað íbúðarlánin mín um meira en miljón á þessu ári bara útaf því að það eru að koma kosningar!
Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2007 | 09:02
Minnkar atvinnuleysi í ESB landi!?
ha! 3,5% atvinnuleysi og fer minnkandi! En Danir eru í Evrópusambandinu! HVERNIG GETUR ÞETTA VERIÐ!
Eru meðaltöl kannski ekki smitandi innan sambandsins?! Mun meðalhiti þá ekki hækka á íslandi við aðlid!
Já, þetta er skrýtið.
Enn minnkar atvinnuleysi í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2007 | 08:17
Íhald til allra átta
Íhaldið á hægri og vinstri væng stjórnmálanna ná ótrúlega vel saman! og það með einhverri svona tylliástæðu sem allir sem horfa fordómalaust á Evrópusambandsaðild eru löngu búnir að sjá að er ekki fyrirstaða. Þingmenn VG og Sjálfstæðisflokks hefðu kannski átt að mæta á þennan fund hjá Evrópusamtökunum, þar sem það kom skýrt fram að við munum sjálf hafa yfirráð yfir öllum þeim kvóta sem úthlutað verður við ísland, þannig að ESB aðild mun ekki þurfa að breyta neinu í fiskveiðimálum okkar.
Það kom líka fram hjá Högre í Noregi á fundi Heimdalls um daginn að ungir sjálfstæðismenn væru gjörsamlega að misskilja auðlindastefnu ESB, þar sem hægri mennirnir í Noregi bentu þeim enn og aftur á að við myndum ein sitja að kvótanum hér við ísland - alveg eins og ungir jafnaðarmenn og Samfylkingin hafa verið að benda á síðastliðin ár!
Það er bara alveg til skammar að skýla sér bakvið þetta mál í Evrópuumræðunni - umræðan um þetta mál á að vera búið. Að VG láti ritstýra sér og stjórna á þennan hátt af Birni Bjarnasyni í þessari nefnd fær mann til að vera hræddann um að ríkistjórn VG og íhaldsins geti orðið að veruleika - ríkistjórnin sem mun engu breyta.
VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.2.2007 | 08:47
Grein dagsins..
Er pistillinn frá Hallgrími Helgasyni á Visi, þar sem hann bendir á meðferðina sem Ingibjörg Sólrún er að fá þessa dagana.
http://visir.is/article/20070219/SKODANIR04/102190084
Mæli með að lesa þetta með morgunkaffinu og aðeins spá í þetta..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2007 | 08:48
Illugi er bara politíkus, engin hagfræðingur..
Eignarhald á fiskimiðunum er skilgreint í stjórnarskrá sem sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Samfylkingin er ekki á móti aflamarkskerfinu, eða kvótakerfinu, heldur aðeins ranglátri úthlutun kvóta oft nefnt gjafakvóta. Það kerfi verður til þess að einn maður selur kvótann sinn úr byggðarfélögum, eins og gerðist í Grímsey fyrir stuttu, og kippir þar með stórum parti af atvinnustarfseminni burt með nokkurn veginn einu pennastriki. Það er hagkvæmara fyrir byggðirnar í landinu, sjávarútveginn og almenning ef það skapast meiri vissa um eignarhaldið; uppboð á 5% kvótans á ári, þannig að allur kvótinn verður kominn á uppboðsmarkað á 20 árum, er bara mjög gott og skýrt kerfi sem hróflar ekki við miklu - og betri hagfræðingar landsins benda á að það sé hagkvæmara kerfi sem auðveldi nýliðun.
Illuga finnst samt allt í lagi að í núverandi kerfi sé verið að fyrna kvótann til að rétta byggðum landsins hann aftur sem svokallaðan byggðarkvóta - bara til að plástra þetta kerfi vegna ranglátra úthlutunarreglna. Þar er verið að taka veiðiréttindin af hagkvæmustu útgerðunum, og rétta þeim byggðarfélögum sem hafa orðið fyrir þeim áföllum að kvótaeigandinn stakk af. Það versta er að þeir útgerðarmenn sem fá úthlutaðan byggðarkvóta nota tækifærið og leigja burt kvótann sinn á meðan - því þeir "eiga" hann og því upplagt tækifæri til að taka þátt í góðærinu.
Það er gott fyrir þessa ríkistjórn að eiga svona sprelligosa einsog Illuga og Pétur Blöndal sem eru allt öðruvísi í orði, en ríkistjórnin er í borði. Hafa sauðfjársamningarnir t.d. einhverntímann verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? eða fær bara Dagfinnur dýralæknir að gera hvað sem er sem fjármálaráðherra? Þarf ekkert að framfylgja stefnunni sinni þegar maður er kominn í stjórnarráðið?
14.2.2007 | 19:25
Ekki í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins..
Það verður ekki dregið úr stuðningi við landbúnað á íslandi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, heldur hefur hann aðeins aukist! Þeir eru búnir að hafa nokkuð mörg ár til þess núna, en þeir voru ekki tilbúnir til þess með Alþýðuflokknum á sínum tíma og hafa í raun meiri áhuga á að vinna með VG en Samfylkingunni þessa dagana til að forðast umræðu um Evrur og landbúnað. Síðasti fjármálaráðherra sem skar niður til bænda var Ólafur Ragnar, og það um 30-40%.
Sjálfstæðisflokkurinn er líklegur til að einkavæða Landsvirkjun, en allt hitt á listanum er eitthvað sem mun ekki gerast fyrr en annaðhvort Samfylkingin verður ráðandi afl í íslenskri pólitík, eða að við göngum í ESB. Innan ESB eru helmingi lægri styrkir til landbúnaðar en hér, og við þyrftum líklegast að leyfa erlendum aðilum að fjárfesta í sjávarútvegi. Punktur OECD um menntamálin er eitthvað sem t.d. Ágúst Ólafur hefur verið að benda lengi á, og lausnin er klárlega ekki að taka upp skólagjöld þannig að enn færri geti farið í framhaldsnám - LÍN er nógu fjandsamlegt fyrir námsmenn nú þegar.
Burt með Íhaldið.. því þessi ríkistjórn er ekkert annað. Það vonda er að það fylgja bara litlar framfarir VG og maður vill ekki sjá S+D vinna saman. Helst bara að fá minnihlutastjórn næst.
OECD vill minni stuðning við landbúnað en meiri við menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2007 | 16:29
Fleiri konur á þing takk!
Af hverju eru ekki fleiri konur á þingi?
Í kosningunum árið 1999 fjölgaði konum á Alþingi um sex og voru þær þá 22 af 63 þingmönnum. Aldrei áður höfðu fleiri konur verið kjörnar á þing. Fjórum árum síðar fækkaði þeim um þrjár og niður í tæplega 30% þingmanna. Allt lítur út fyrir að konum muni fækka á Alþingi eftir kosningarnar í maí nk. Hvað veldur og af hverju eru ekki fleiri konur á þingi?
Þessum spurningum ætla Ungir jafnaðarmenn að reyna að fá svör við á opnum fundi á Kaffi Sólon í hádeginu á miðvikudaginn. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12:00 og stendur í klukkutstund.
Frummælendur verða Sigríður Andersen, lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingiskona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Fundarstjóri verður Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Allir velkomnir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007 | 03:24
Al Gore er maðurinn
Djöfull væri mikill munur ef þetta væri forseti bandaríkjanna. Maður sem hefur áhyggjur af loftlagsbreytingum, er í stjórn Apple og ráðgjafi hjá Google.. tók virkann þátt í að koma Internetinu á laggirnar.
Í staðinn erum við með bjána sem hefur bara áhuga á olíu og íhaldi, svona svipað og hér á Íslandi - nema þar er álið málið í bland við óbreytt ástand.
Al Gore fer ekki fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |