14.12.2006 | 18:13
Með Samfylkinguna á heilanum.
Fyndið að þeir einu sem eru að skrifa greinar og ræða við mann um vanda Samfylkingarinnar þessa dagana eru Sjálfstæðismenn. Þeir hafa miklar áhyggjur af því að formaðurinn okkar treysti mögulega ekki þingflokknum, og að þingflokkurinn treysti þá kannski ekki formanninum, og að almenningur treysti ekki Samfylkingunni né Ingibjörgu Sólrúnu. Mér finnst mjög áhugavert hvað þeim virðist vera annt um þetta, á meðan við í Samfylkingunni erum ekkert að missa okkur jafn mikið yfir þessu og þeir.
Auðvitað er áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna að vera með fylgi upp á 25% í skoðanakönnun, því það þýðir auðvitað að 75% þeirra sem taka afstöðu í þessum könnunum treysta öðrum betur en Samfylkingunni til að stjórna landinu. Það ætti hinsvegar að vera áhyggjuefni fyrir okkur sem styðja Samfylkinguna, en ekki fyrir Andrés Magnússon og Þorstein Pálsson sem ættu að vera himinlifandi með þessa þróun.
Það er áhyggjuefni fyrir fólk í Samfylkingunni, að á sama tíma og húsnæðislán almennings eru að hækka um nær 12% vegna slakrar efnahagsstjórnar - sem þýðir örugglega yfir miljón í auknar skuldir á meðal fjölskyldu á þessu ári - þá er samt fólk ennþá að treysta Sjálfstæðisflokknum betur en okkur. Sjálfstæðisflokkurinn er að verða uppvís af því að misbeita valdi sínu í þágu vina sinna í einkavæðingu banka og verktakafyrirtækja, og hafa fengið ófáa dómana á sig fyrir ólöglega mannaráðningar í sinni stjórnartíð. Þeir eru einmitt að byrja borgarstjórnartíð sína með því að endurvekja gömul óþörf embætti handa vinum sínum sína og kaupa land af fyrrum framkvæmdastjóra flokksins á yfirverði, líklegast til að hann fari úr flokknum með friði! R-listinn fékk ekki á sig neina dóma útaf ólöglegum mannaráðningum alla sína stjórnartíð, á meðan þeim er byrjað að rigna yfir nýju borgarstjórnina sem tók við nú í sumar! og hæfa fólkið því að segja upp og fara eitthvað annað þegjandi. Með þessu áframhaldi mun borgarstjórnin nýja ná Birni Bjarnasyni í kærum á mjög skömmum tíma.. enda með nokkuð duglegan Björn í sínum röðum.
Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur njóta traust almennings til að stjórna landinu, þá auðvitað á Samfylkingarfólk að hafa áhyggjur. Af hverju Sjálfstæðismennirnir eru að hafa svona miklar áhyggjur af okkur, það skil ég hinsvegar ekki.
Auðvitað er áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna að vera með fylgi upp á 25% í skoðanakönnun, því það þýðir auðvitað að 75% þeirra sem taka afstöðu í þessum könnunum treysta öðrum betur en Samfylkingunni til að stjórna landinu. Það ætti hinsvegar að vera áhyggjuefni fyrir okkur sem styðja Samfylkinguna, en ekki fyrir Andrés Magnússon og Þorstein Pálsson sem ættu að vera himinlifandi með þessa þróun.
Það er áhyggjuefni fyrir fólk í Samfylkingunni, að á sama tíma og húsnæðislán almennings eru að hækka um nær 12% vegna slakrar efnahagsstjórnar - sem þýðir örugglega yfir miljón í auknar skuldir á meðal fjölskyldu á þessu ári - þá er samt fólk ennþá að treysta Sjálfstæðisflokknum betur en okkur. Sjálfstæðisflokkurinn er að verða uppvís af því að misbeita valdi sínu í þágu vina sinna í einkavæðingu banka og verktakafyrirtækja, og hafa fengið ófáa dómana á sig fyrir ólöglega mannaráðningar í sinni stjórnartíð. Þeir eru einmitt að byrja borgarstjórnartíð sína með því að endurvekja gömul óþörf embætti handa vinum sínum sína og kaupa land af fyrrum framkvæmdastjóra flokksins á yfirverði, líklegast til að hann fari úr flokknum með friði! R-listinn fékk ekki á sig neina dóma útaf ólöglegum mannaráðningum alla sína stjórnartíð, á meðan þeim er byrjað að rigna yfir nýju borgarstjórnina sem tók við nú í sumar! og hæfa fólkið því að segja upp og fara eitthvað annað þegjandi. Með þessu áframhaldi mun borgarstjórnin nýja ná Birni Bjarnasyni í kærum á mjög skömmum tíma.. enda með nokkuð duglegan Björn í sínum röðum.
Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur njóta traust almennings til að stjórna landinu, þá auðvitað á Samfylkingarfólk að hafa áhyggjur. Af hverju Sjálfstæðismennirnir eru að hafa svona miklar áhyggjur af okkur, það skil ég hinsvegar ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Athugasemdir
Þú hlýtur að skilja Jónas að ef Samfylkingin stendur frammi fyrir einhverju stóru vandamáli á æðsta þrepi þá meikar fullkominn sens að flokksmenn reyni að tala sem minnst um það opinberlega. Er það ekki?
Gunnlaugur Lárusson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 19:03
Ástæðan er auðvitað ósköp einföld, þetta er smjörklípuaðferðin og ekkert annað. Ef næganlega stór her manna talar um ótrúverðuleika Samfylkingarinnar er ekki verið að tala um ótrúverðuleika Sjálfstæðisflokksins.
Starsti vandinn liggur hinsvegar í hefðinni í íslenskri stjórnmálaumræðu, hún er einfaldlega byggð á skítkasti. Ástæðan fyrir því er að mínu mati lika ósköp einföld, það er erfiðara að ræ'a málefni og færa rök fyrir eigin málstað heldur en að skíta einfaldlega bara út andstæðinignn.
Atli Thor Fanndal (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 19:10
Heill og sæll
Gott að þú sért farinn að blogga hérna. Þetta er að verða ansi lifandi og hressilegt samfélag hérna. Ekki annað en að hægt að vera alsæll með vistina hér.
Eru þessir menn ekki bara með áhuga á pólitík og hafa gaman að analísera stöðuna? Annars verður þetta spennandi kosningavetur. Mesta harkan byrjar eftir jólin og það stefnir í spennandi tíð. Allavega mikil tímamót að sjá formenn stærstu flokkanna í debatt í Kastljósi. Fínt mál.
heyrumst
mbk. Stebbi
Stefán Friðrik Stefánsson, 14.12.2006 kl. 19:43
Gunnlaugur: Samfylkingin er þekkt fyrir allt annað en að tala opinberlega um vandamál sín, og það sem þessir ágætu menn eru með á heilanum þessa dagana er að Ingibjörg talaði hreint út um þessi mál. Kannski myndi meika þennan fullkomna sens að þegja um það, en ég er ánægður að hún þori að stiga fram og axla ábyrgð (sem hún gerði, því hún er í þingflokknum).
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.12.2006 kl. 21:58
Til hamingju með þessa uppgötvun. Í 16 ár töluðu aðildaflokkar Samfylkingarinnar ekki um annað en Davíð Oddsson. Sennilega var það svo um fleiri. Ætli vandamál Samfylkingarinnar sé ekki bara það að Geir sigli alltof lygnan sjó svo þið hafið eitthvað til að fjasa um.
Eitt enn, ykkur verður ekki treyst fyrir ríkiskassanum
Ólafur Örn Nielsen, 20.12.2006 kl. 08:38
Og eitt annað Jónas Tryggvi. Þú talar um að Samfylkingin tali ekki opinberlega um vandamál sín.
Það þarf ekki að líta langt aftur til að muna eftir þeim miklu átökum sem áttu sér stað hjá ykkur ungum Jafnaðarmönnum á politik.is og raunar víða um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og niðurskurð almennt.
Sjá:
http://politik.is/?i=24&b=5,184&offset=&offsetplace=&expand=24
http://politik.is/?i=24&b=5,184&offset=&offsetplace=&expand=24
http://politik.is/?i=24&b=5,192&offset=&offsetplace=&expand=24
Ólafur Örn Nielsen, 20.12.2006 kl. 08:46
Afsakaðu spammið, en einn tengillinn átti að vera:
http://politik.is/?i=24&b=5,179&offset=&offsetplace=&expand=24
Ólafur Örn Nielsen, 20.12.2006 kl. 08:47
Sæll Ólafur.
Já, ég skrifaði víst bara ekki það sem ég var að meina í þessari athugasemd.. það sem ég vildi sagt hafa er að Samfylkingin er þekkt fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum, hvort sem það er um leðitoga samfylkingarinnar að hverju sinni eða aðra skoðanabræður sína.
Hinsvegar finnst mér það fólk fyndið sem segir að Samfylkingunni sé ekki treystandi fyrir ríkiskassanum í rúmlega 7% verðbólgu.. og það á tímum verðtrygginga. Hvernig ætli verðbólgan væri án hennar? Sú ríkistjórn sem er með Dagfinn dýralækni sem fjármálaráðherra verður bara að fara.
Það er líka ekkert að því að þræta um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.. jafnaðarmenn eru hinsvegar allir sammála um að ríkið á að borga brúsann. Þetta er alls ekkert vandamál Samfylkingarinnar, hinir flokkarnir þora bara ekkert að tala um þetta.
Annars eru allir sem heita Nielsen skemmtilegir.. þannig að ekki láta mig hrekja þig burt.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 22.12.2006 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.