25.4.2007 | 21:20
Til skammar!
Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir löngu síðan útaf svipuðu máli þá, langaði alveg hrikalega til að segja mig aftur úr þjóðkirkjunni þegar biskupinn sagði að það "ætti ekki að henda hjónabandinu á sorphaugana" þegar hann var að tala um hjónabönd samkynhneigðra.. og þetta er enn ein ástæðan afhverju ég myndi segja mig úr þessari þjóðkirkju - það er bara ekki hægt að sætta sig við það að kirkja þjóðarinnar geti ekki gefið saman stóran hluta þjóðarinnar!
Ég las þessa grein eftir samkynhneigðan ameríkana um daginn sem fékk mig til að hugsa virkilega mikið um hvernig fólk getur fengið sig til að fordæma fólk svona út frá kynhneigð! Þetta er ófyrirgefanlegt í nútíma samfélagi, og mér finnst ótrúlega sorglegt hvernig þjóðkirkjan á Íslandi hefur hagað sér í þessu máli. Ef ég gæti sagt mig úr þjóðkirkjunni aftur þá myndi ég gera það.. í stað þess hvet ég bara aðra til að gera það. Mæli líka með að kirkjunnar menn fari að fylgjast með SciFi sápuóperunni gayliens, því hún er snilld!
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Athugasemdir
Skráðu þig aftur í þjóðkirkjuna og segðu þig aftur úr henni!
Ég er í mikilli innri baráttu með að segja mig úr þessu apparati !
Páll Einarsson, 25.4.2007 kl. 23:27
Vá hvað ég er sammála! Mín úrsögn er hér með innsigluð!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 26.4.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.