14.4.2007 | 19:53
Frábærar ræður
Það er mikill munur á uppstillingur Samfylkingar þarna og Stjórnarflokkana hinsvegar; stjórnarflokkarnir láta ráðherrana sitja fyrir svörum þar sem sett er upp sýning um stefnumál og spurt þægilegra spurninga. Hjá Samfylkingunni voru nýliðar í hópnum hinsvegar spurðir nokkuð erfiðra spurninga, eins og sú sem Árni Páll fékk frá Margreti Frímanns. Það var ótrúlegt að hlusta á ræðuna hans Árna, þar sem hann minnti mann svo sterklega á af hverju maður er í Samfylkingunni en ekki Sjálfstæðisflokknum eða VG - framtíðarsýnin var svo skýr og áherslumunurinn á þessum flokkum og Samfylkingunni kom svo berlega í ljós þegar hann sagði "að Samfylkingin muni ekki fara í ríkisstjórn að loknum kosningum til þess eins að hjálpa Vinstri grænum í væli um vonsku heimsins og til að hrekja bankana úr landi. Þá sagði hann flokkinn heldur ekki ætla að taka við hlutverki Framsóknarflokksins sem aukadekk íhaldsins".
Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónas
Talandi um sýningu, heldur þú að þessi erfiða spurning sem fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinar spurði hafi komið Árna í opna skjöldu? Las í málgagni Samfylkingarinar að Þórhildur Þorleifsdóttir hafi verið ráðinn sem leikstjóri landsfundarins, hún hæfur væntanlega látið leikendur æfa þetta.
Hvundagshetjan, 15.4.2007 kl. 13:35
hehe, nei.. það sást greinilega á Árna Páli að hann var óundirbúinn, enda varð stemmingin skemmtileg þegar spurningunni var varpað fram. Þú mátt alveg reyna að halda því fram að þetta hafi verið leikrit fyrir mér, það vita það hinsvegar allir sem sóttu landsfundinn að hann var bara skipulagður (og þá bara umgjörð hans), en ekki æfður :)
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 16.4.2007 kl. 14:14
Tryggvi, þú ert þó ekki að rugla saman landsfundum er það? Frétti að Sjálfstæðisflokkurinn hefði notast við nýja tækni í leikstjórn - fjarleikstjórn leikstjóra sem ekki var á svæðinu. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, á námslánunum mínum...
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.