8.2.2007 | 17:50
ESB og fiskveiðikerfið okkar
Frétt af Visi.is
Eina leiðin fyrir erlendar útgerðir að fá að veiða í íslenskri lögsögu, ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og sameiginlegri sjávarútvegsstefnu þess, væri að íslensk stjórnvöld ákveddu að ráðstafa veiðiheimildum til erlendrar útgerðar. Þetta sagði dr. Michael Köhler, ráðgjafi sjávarútvegsstjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í svari við fyrirspurn á morgunverðarfundi um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB á Hótel Borg í gær.
%u201EGengi Ísland í ESB og yrði aðili að sameiginlegu sjávar-útvegsstefnunni sé ég aðeins einn möguleika á að aðrir en Íslendingar fengju að veiða í íslensku lögsögunni, og það er ef íslensk stjórnvöld ákveddu það. Segjum að íslenskur útgerðarmaður skyldi ákveða að hætta útgerð og snúa sér að öðru. Þá væri það á valdi stjórnvalda að útdeila veiðiheimildum hans til hollenskrar útgerðar, til dæmis," sagði Köhler.
Hann tók einnig fram, að aðild að Evrópusambandinu myndi heldur ekki breyta neinu um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Það sé bara heildarkvótinn sem sé ákveðinn á yfirþjóðlega stiginu og síðan sé það á valdi íslenskra stjórnvalda hvernig hún ráðstafaði honum í sinni lögsögu. Veiðieftirlit væri líka á könnu íslenskra stjórnvalda, það þyrfti bara að uppfylla grundvallarreglur sem um það gilda í nafni sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.
%u201EReglan um hlutfallslegan stöðugleika er slík grundvallarregla að sameiginlega sjávar-útvegsstefnan væri nánast óhugsandi án hennar," sagði Köhler, en þar sem íslenskar útgerðir eru þær einu sem samkvæmt þeirri reglu teldust hafa veiðireynslu í íslensku lögsögunni yrðu þær líka þær einu sem hefðu tilkall til að veiða þar.
Nákvæmlega það sama og Samfylkingin og Ungir Jafnaðarmenn hafa verið að segja í mörg ár, enda eru þeir sem eru á móti aðild löngu búnir að gefast upp á að reyna ljúga öðru í almenning. Afhverju ætli þetta hafi ekki verið frétt á mogganum?
Eina leiðin fyrir erlendar útgerðir að fá að veiða í íslenskri lögsögu, ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og sameiginlegri sjávarútvegsstefnu þess, væri að íslensk stjórnvöld ákveddu að ráðstafa veiðiheimildum til erlendrar útgerðar. Þetta sagði dr. Michael Köhler, ráðgjafi sjávarútvegsstjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í svari við fyrirspurn á morgunverðarfundi um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB á Hótel Borg í gær.
%u201EGengi Ísland í ESB og yrði aðili að sameiginlegu sjávar-útvegsstefnunni sé ég aðeins einn möguleika á að aðrir en Íslendingar fengju að veiða í íslensku lögsögunni, og það er ef íslensk stjórnvöld ákveddu það. Segjum að íslenskur útgerðarmaður skyldi ákveða að hætta útgerð og snúa sér að öðru. Þá væri það á valdi stjórnvalda að útdeila veiðiheimildum hans til hollenskrar útgerðar, til dæmis," sagði Köhler.
Hann tók einnig fram, að aðild að Evrópusambandinu myndi heldur ekki breyta neinu um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Það sé bara heildarkvótinn sem sé ákveðinn á yfirþjóðlega stiginu og síðan sé það á valdi íslenskra stjórnvalda hvernig hún ráðstafaði honum í sinni lögsögu. Veiðieftirlit væri líka á könnu íslenskra stjórnvalda, það þyrfti bara að uppfylla grundvallarreglur sem um það gilda í nafni sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.
%u201EReglan um hlutfallslegan stöðugleika er slík grundvallarregla að sameiginlega sjávar-útvegsstefnan væri nánast óhugsandi án hennar," sagði Köhler, en þar sem íslenskar útgerðir eru þær einu sem samkvæmt þeirri reglu teldust hafa veiðireynslu í íslensku lögsögunni yrðu þær líka þær einu sem hefðu tilkall til að veiða þar.
Nákvæmlega það sama og Samfylkingin og Ungir Jafnaðarmenn hafa verið að segja í mörg ár, enda eru þeir sem eru á móti aðild löngu búnir að gefast upp á að reyna ljúga öðru í almenning. Afhverju ætli þetta hafi ekki verið frétt á mogganum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.