Viljið þið ganga úr EES?

Félag ungra frjálslyndra leggst gegn Evrópusambandsaðild ásamt öllum milliríkjasamningum sem á einhvern hátt afnema fullveldi Íslands.“

Fyrst þetta er skoðun Frjálslynda, þá væri gaman að heyra hvaða lausnir þeir hafa um vandamálið sem Ísland stendur frammi fyrir í efnahags og peningamálum. Ég hef séð þingmenn flokksins tala um að krónan og verðtryggingin sé vandamál, en hver er þá lausnin ef evran er út úr myndinni?

Ég væri til í að fá að vita hvort ungir frjálslyndir séu þá á því að við eigum að ganga úr EES? Miðað við þessa yfirlýsingu þá virðast þeir vilja segja upp þeim samningi, og reyndar kannski einnig mannréttindarsattmála sameinuðuþjóðanna, sem við Íslendingar höfum samþykkt - sem í raun skerðir fullveldi Íslands til að níðast á íbúum sínum.


mbl.is Leggjast gegn aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Danir eru með krónuna sína fasttengda evrunni.  Við gætum t.d búið til körfu gjaldmiðla helstu viðskiptalandanna okkar og fasttengt krónuna við þá körfu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 4.3.2008 kl. 11:56

2 identicon

Heill og sæll, Jónas Tryggvi og aðrir skrifarar !

Já; gjarnan. Nóg komið; af þessum sérsaumaða þýzka óskapnaði hér, hver aldrei hefði átt að fá, að koma að Íslands ströndum.

Fyrirgefðu; hversu ég er seinn til svaranna, Jónas Tryggvi - hraði minn er hægari, en snigilsins, að nokkru.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband