20.4.2009 | 22:04
Er dónalegt að fá að ekki að blekkja þjóðina í friði?
Listi yfir dóna og dólga;
- Stefán Ólafsson: fyrir að sýna fram á að hagvöxtur hér var undir meðallagi í Evrópu, og ekkert sérstaklega mikill frá 1995 til 2005 miðað við önnur tímabil á Íslandi. (sjá http://www3.hi.is/~olafsson/)
- Indriði Haukur Þorláksson, fyrrum ríkisskattstjóri, fyrir að benda fólki á hversu mikið skattbyrði hafi aukist á Íslandi síðustu ár. (sjá http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/entry/205436/).
- Afturhaldskommarnir í OECD að taka undir með Stefáni Ólafssyni og Indriða.. þrátt fyrir að vera sjálfstæð rannsóknarstofnun þá sýndu þeir á dólgslegan hátt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hækkaði skatta mest allra þjóða innan OECD á þessu tímabili með því að láta persónuafslátt ekki fylgja verðbólgu né launahækkunum
- Benedikt Jóhannesson: fyrir að vera sjálfstæðismaður og vilja ganga í esb (sjá http://www.evropa.is/)
- Össur Skarphéðinsson: Fyrir að segja Davíð Oddssyni að hann væri sjálfur dóni í kryddsíldinni
Dólgsleg árás, segir Björn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.