Frestunarárátta Geirs

Það á bara að "Haarda" þetta og gera ekki neitt!

Erlendir fjárfestar á Íslandi, sem eiga eitthvað um 400 miljarða í jöklabréfum, munu semsagt ekki fá skýr skilaboð um að þessi gjaldmiðill eigi sér framtíð. Ef krónunni verður bara fleytt án nokkurrar framtíðarsýnar þá mun hún aldrei njóta trausts! Allt fjármagnið mun leita út úr landi, krónan mun hrynja og gengisvísitalan fara vel yfir 300 og sá 2/3 fyrirtækja sem eru með lán í erlendri mynt vera ekki bara tæknilega gjaldþrota - heldur verða þau öll gjaldþrota, og heimilin munu fylgja eftir vegna þeirrar verðbólgu sem fylgir gengishruninu.

Kannski er ég samt bara svartsýnn.. en ég er einmitt það svartsýnn að ég íhuga að flytja sparifé mitt út úr landi um leið og gjaldeyrishöftin verða tekin af því ég treysti ekki óbreyttu ástandi. Þess vegna hef ég enga trú á að erlendir atvinnufjárfestar hafi það heldur - þeir munu bara taka krónurnar sínar út landinu á hvaða gengi sem er, fyrst þeir hafa verið að bjóða 300 kall per evru í gjaldeyri Íslenskra fyrirtækja.

Við höfum möguleika á því að senda skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um hver framtíð gjaldmiðilsins okkar sé; við gerum það með að sækja um Evrópusambandsaðild. Geir og Sjálfstæðisflokkurinn mun bera alla ábyrgð á því ef það verður ekki gert.. og ég er skít hræddur um að hann muni "Haarde'a" þetta bara - ýta undan sér allri ákvarðanatöku, vona bara að það þurfi ekki að gera neitt, ekki takast á við vandamálin heldur senda þau í nefnd.

 


mbl.is Skipuð verði Evrópunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það versta er að öll þessi lán sem við erum að reyna að fá eru aðeins til að verja krónuna. En til þess að þetta gangi eftir þá þarf að halda mjög svo vel á málum. Annars er hætt við að þessir peningir tapast við að verja krónuna og þjóðin situr uppi auralaus og með öll þessi lán á bakinu.Og miðað við að krónan er gjaldmiðillinn og hvernig haldið hefur verið á efnahagsstjórn hérna og hver heldur um beislið á krónunni, þá er nánast ómögulegt að þetta muni heppnast vel að mínu mati.

Heyrðu nú mig, eru master í tölvunarfræði. Ég var að byrja aftur í skóla og tók fjarnám, tók 15 einingar í tölvunarfræðum, forritun, netstjórnun, vefsmíði, hönnun og tölvutækni.

Jón Gunnar Bjarkan, 14.11.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Jónas segðu mér eitt núna

Núna kostar kjötið 1/3 af því sem það kostar EB 

Ertu enn á þeirri skoðun að íslenskur landbúnaður sé dýr og ónauðsynlegur og matvælaöryggi þjóðarinnar sé kjaftæði og flytja eigi allt inn

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ha, hvaðan færð þú eiginlega þær tölur Gunnar.

Íslenskur landbúnaður er hæst niðurgreiddasti í Evrópu, samt er mjög háir tollar hér á landbúnaður okkar stenst greinilega ekki samkeppni annarra evrópuríkja, því er verðið hérna hæst í Evrópu en SAMT eru allir bændur að kúka á sig, skuldum vafnir upp fyrir haus með okurvöxtum, verðtryggingum, stimpilgjöldum og hvað sem allt þetta kjaftæði heitir allt saman. 

Ekki gæti þó verið að þú sért að bera saman kjötin hérna á markaði eftir að búið er að leggja á erlenda kjötið alla tollana og flutningskostnaðinn yfir atlantshafið og gengishrunið með í reikinginn? Ef svo, út af því þú segir "1/3 af því sem það kostar EB" heldurðu kannski að Franskir bændur fái útborgað í íslenskum krónum og sendi síðan franska kjötið sitt út á Atlantshaf til Íslands, þar sem lagt er á það tolla, senda það svo aftur til baka til Frakklands þar sem að franskir neytendur sem fái borgað í evrum kaupi þetta kjöt?

Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2008 kl. 02:08

4 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Sonur minn er í verfræðinámi í Þýskalandi og er að bera þetta saman

Við fáum 2 evrur fyrir kílóið í útflutning til Rússlands núna sem er hærra verð en við erum að fá  núna innanlands og ef við kæmumst inn á ESB væri það enn hærra. En esb  er Því miður lokað vegna  tæknilegra hindrana og 385% innflutningstolls.

Svína bændur á íslandi fá enga styrki en ef ég væri í þúskalandi fengi ég kringum 40 000 000 ári í styrki

það eru engir styrkir til kornframleiðslu á íslandi en ef þeir væru sambærilegir því sem er í ESB væri ekkert flutt inn en dag er nánast allt korn flutt inn

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband