híhí, mbl og fox

Á freedomfries blogginu á eyjunni segir: "Í gær mættust Clinton og Obama í sjónvarps”kappræðum” á ABC sjónvarpsstöðinni. Og það kemur líklega ekki neinum á óvart að Obama hafi komið út sem sigurvegari kvöldsins. Reyndar virðast nokkurveginn allir sammála um það."

Þetta er sama skoðun og ég hef séð í flestum fjölmiðlum sem ég hef lesið.. nema Mbl, því þeir fá fréttirnar sínar frá Fox News. Mér fannst Daily Show fara ágætlega yfir hvernig Fox fréttastofan virkar:

Obama hafði þetta að segja:


mbl.is Clinton vann kappræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mér hefur fundist Fox fyrst og fremst nastý gagnvart Clinton um reyndar all langt skeið. - Ég efast stórlega um að Fox leggi Clinton neinskonar lið gegn Obama - ég held þeir telji auk þess Obama vera vænlgeri andstæðing gegn McCain en Clinton.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.4.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þ.e. að líklegra sé að McCain sigri Obama en Clinton. - Einfaldlega vegna þess að kynþáttafordómarnir dugi betur en kvennafordómar

Helgi Jóhann Hauksson, 18.4.2008 kl. 00:49

3 Smámynd: G.J

Það er almennt talið að "Republicans" vilji frekar að Hillary á móti McCain heldur en Obama þar sem þeir telja nokkuð öruggt að McCain eigi eftir að sigra Hillary en aftur á móti eru þeir skíthræddir við Obama.

Það er einhver orðrómur um að ástæðan fyrir því að þeir telji McCain eigi að geta unnið Hillary nokkuð auðveldlega sé sú að þeir eru tilbúnir með einhvern svaka skandal á Hillary sem þeir sitja á og opinbera ekki fyrr korteri fyrir kosningar. 

G.J, 18.4.2008 kl. 01:58

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Málið er að Hillary er of mörgum kjörmönnum og atvkvæðum á eftir Obama til að eiga möguleika á því að vinna. Þess vegna notar Fox tækifærið til þess að berja á Obama eins og hægt er, og þá að reyna lifta Hillary eins mikið upp og mögulegt er til að halda þessum slag gangandi eins lengi og hægt er, því Hillary beitir vondri gamallri skítadreyfipólitík - og þess vegna er flokkurinn að skaðast mjög mikið með því að hún haldist inn í forkjörinu.

.

Fox vill að Hillary sé eins lengi með og hægt er - þess vegna eru þeir núna að láta eins og hún sé hæfari frambjóðandinn. Allir fjölmiðlar sem eru ekki með eitthvað "agenda" eru hinsvegar á því að Obama hafi sigrað þessar kappræður.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.4.2008 kl. 08:47

5 Smámynd: Mofi

Athyglisverð ábending. Maður hefði haldið að mbl hefði vit á því að skoða hvað fleiri en einn hefur um svona mál að segja eða... telur fólk að þeir hafi hollust við Fox eða þeirra málstað?

Mofi, 18.4.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband