28.12.2007 | 19:38
Davíðs armur Sjálfstæðisflokksins er byrjaður að reyna sprengja
Þeim tókst að sprengja borgarmeirihlutann með REI-ruglinu, og reyndu þá að grafa undan Villa til að gera Gísla Martein að borgarstjóra, en það tókst ekki betur en það að Dagur er núna borgarstjóri. Nú er svipuð herferð hafin innan ríkistjórnarinnar; Þorsteinn sonur Davíðs Oddssonar er skipaður í stöðu af hægri armi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann er alls ekki hæfasti umsækjandinn - með það eitt að markmiði að reka fleyg í ríkistjórnarsamstarfið. Björn Bjarnason og hægri Davíðs armur flokksins eru að reyna sprengja stjórnina til að fá fram vinstri stjórn á einum viðkvæmasta tíma í efnahagslífi landsins, og ætla sér síðan að nota það til að sýna hvað Geir hefur lítil tök á Sjálfstæðisflokknum til að taka völdin aftur. Hinn möguleikinn er að mynda nýjan meirihluta með VG - semsagt win/win fyrir íhaldið í Sjálfstæðisflokknum.
En þessari stjórn verður ekki slitið af Ingibjörgu Sólrunu - það eru meiri líkur á að hún liðist í sundur vegna innanflokksátaka innan Sjálfstæðisflokksins.
Völvan spáir stjórnarslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skal ekki neita því að ég er einn þeirra sem bíður eftir stóra bakslaginu í efnahagsmálum. Það væri mjög klókt af íhaldinu að stökkva frá borði núna í smátíma til að geta kennt öðrum um vesenið.
Þeir geta svo komið til baka og sagt að vinstri mönnum sé ekki treystandi í fjár- og efnahagsmálum frekar en fyrri daginn!
Haukur Nikulásson, 28.12.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.