Frábært!

Það var orðið alveg ljóst að Davíðs fólkið í Sjálfstæðisflokknum ætlaði ekki að púkka upp á Villa sem borgarstjóra lengur, og að Gísli Marteinn ætti að taka við.. og ég skil Björn Inga alveg að vilja ekki horfa upp á það gerast. Villi hlýtur eiginlega bara að vera feginn að vera ekki lengur í snörunni, og þótt að þetta sé ekki ákjósanlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá er þetta betra til langs tíma litið en sá klofningur sem hefði myndar hefðu þeir náð að bola Villa Geirs manni fyrir Gísla Davíðs mann.

Ég sem Samfylkingarmaður er auðvitað gríðarlega ánægður að fá Dag sem borgarstjóra - enda er maðurinn ótrúlega hæfur þrátt fyrir að það komi ekki alltaf í ljós þegar myndavélunum er beint að honum. Þrátt fyrir að þetta sé hálf ógeðsleg samsuða af flokkum, þá er t.d. Margrét Sverris alveg 100% kona, og pólitísk framtíð Björns Inga hangir á því að haga sér vel í þessu samstarfi, þannig að ég óttast þetta ekki neitt. Miðað við afrek og atgerfisflótta fólks úr borginni vegna fráfarandi meirihluta í borginni á einu ári, þá getum við borgarbúar ekki verið neitt annað en bjartsýn með betra fólk við stjórn!.


mbl.is Sviptingar í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

hahaha. það er nú meiri málefnalega fátæktin hjá ykkur. fordæmið Villa og Binga en um leið og þið eigið von um völd og áhrif þá eruð þið tilbúinn að sænga með hverjum sem er. 

Fannar frá Rifi, 11.10.2007 kl. 19:28

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

ykkur? ég skrifaði þetta einn, og fordæmdi ekki einn einsta mann. Þetta eru innanbúðarátök innan Sjálfstæðisflokksins, og þið verðið bara að leysa úr þeim án þess að aðrir séu með málefnalega gagnrýni á hana.. enda snýst þetta ekki um málefni hjá ykkur lengur, heldur völd.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.10.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þannig að þér fynnst Bingi vera inn fyrirmyndar stjórnmálamaður?

Fannar frá Rifi, 12.10.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband