Ein vitleysan frekar en önnur!

Er ég að missa af einhverju miklu með þessar djúpboranir? eru þær farnar að skila svona mikilli orku að við getum bara farið að flytja hana út í miklu magni? Síðast þegar ég vissi þá eru ný kjarnorkuver eins og þau sem er verið að byggja í Frakklandi og Finnlandi að búa til jafn mikla orku og allar virkjanir á Íslandi til samans. Heildar möguleg raforka á Íslandi til samans jafnast ekki á við stóru virkjanirnar í S-Ameríku eða Kína, en samt talar fólk hér eins og við séum bara að fara skaffa heiminum orku; þrátt fyrir að virkjanirnar hér gætu ekki knúið áfram sjónvörpin í Bandaríkjunum nema að það væri slökkt á þeim öllum.

Það er ansi langt til meginlandsins frá Íslandi, og það gengur nógu ílla að halda ljósleiðara sæstrengjunum okkar heilum.. ég er ekki að skilja þessa raforku útflutningsumræðu, neitt frekar en afhverju við ættum að geyma rafmagnið okkar í vetni frekar en batteríum í framtíðinnið í bílunum okkar.

Mæli með að skoða þessa Wikipedia grein um raforkugerð með virkjunum, sem listar löndin með mestu raforkugetuna og sýnir stærð stærstu virkjanna í heimi. Bara svona listi sýnir manni hvað við erum lítil tala í framleiðslugetu í rafmagni, og að 300miljarða kjarnorkuver búi til meiri orku en við munum geta flutt út nokkurntímann, sérstaklega eftir að orkan er búin að tapast í einhverjum sæstreng yfir til meginlandsins.


mbl.is Sæstrengur fremur en vetnisflutningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband