7.5.2007 | 19:31
Fjárfesting í menntun = hagvöxtur!
Þetta er eitthvað sem núverandi stjórnvöld virðast ekki hafa skilið; íhaldsríkistjórnin sem hefur setið hérna í 12 ár trúir ekki að peningar komi frá aukinni menntun starfsfólks og rannsóknum -- hjá B&D má formúlan ekki vera flóknari en Ísland - náttúra + ál = lítill hagvöxtur. Menntun er fjárfesting en ekki bara útgjöld!
Ísland kemur ekki vel út í samanburði við Evrópu þegar kemur að menntun; eyðir mun minna per nemenda í framhalds og háskólum en Evrópulöndin og við erum með mun læga menntunarstig en hin löndin þar sem svo fáir sækja sér háskólamenntun. Það skrýtna er að leikskólar og grunnskólar koma mjög vel út, sem eru einmitt þau skólastig sem sveitarfélögin sjá um..
Samfylkingin boðar fjárfestingarátak í menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jónas. Ég er sammála þér um að það er gott að auka menntun. Ríkisstjórnin hefur aukið framlög til menntunar um meira en 40% á kjörtímabilinu., sjá hér. Það er ekki víst að það hefði verið hægt ef Samfylkingin hefði stjórnað því þá hefðu skatttekjur ríkisins ekki aukist jafn mikið og verið hefur. Það þarf líka að hugsa um hvernig menntun vantar og hvetja fólk í það nám, t.d. tölvunarfræði þar sem sárvantar fólk. Háskólarnir hafa ekki verið nógu duglegir að þróa og markaðssetja það nám.
Þorsteinn Sverrisson, 7.5.2007 kl. 21:42
Það er ekki útaf lélegri menntastefnu landsisns sem fjöldi háskólastúdentar hafa aukist úr 7500 í 17000 í tíð frjálshyggjustefnunnar. VG hefur t.d alltaf sett sig þvert á móti því að leyfa einkavæðingu í skólakerfinu, en það hefur verið grundvöllur árangursins hingað til. Enn og aftur gera vinstri menn sig seka um að skilja ekki einföldustu hagfræði. Menntun er jafn ónothæf og notaður klósettpappír ef ekki er atvinnulíf til að nýta þetta fólk. Á tímum austur-þýskalands varð mikið vandamál upp á teningnum þegar öllum var ausið í gegnum háskóla fyrir frítt fyrir námsmanninn á kostnað annar í þjóðfélaginu. Til varð mikið af fólki sem var hámenntað en engin störf voru í boði þar sem hagkerfið var steingelt. Læknar og verkfræðingar sópuðu gólf ef þeir voru svo heppnir að hafa vinnu. Þetta er draumaheimur VG.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 7.5.2007 kl. 23:30
Ég get nú ekki verið sammála þér um að HR t.d. hafi ekki verið duglegt við að markaðsetja tölvunarfræði Þorsteinn - ástæðan fyrir því að fólk er tregt til að sækja um í því námi nú er bara útaf því að það er svo auðvelt að fá vinnu með litla menntun.
Þrátt fyrir að framlög til menntamála hafa verið að hækka á blaði, þá er HÍ ennþá ekki að fá borgað fyrir alla nemendurna sína og er fjársveltur miðað við einkareknuháskólana sem fá borgað fyrir þá alla og taka svo skólagjöld til viðbótar. Ástæðan fyrir því að framlög til menntamála lita vel út á blaði er tvíþættur: (1) mikil fjölgun nemenda, en framlag per nemenda er ennþá mjög lágt í háskólum og (2) að hluti rekstur landspítala rannsóknarsjúkrahúsa er nú kominn undir menntamálaráðuneytið. Þetta þýðir því ekki að skólakerfið sé að batna um 40%, því það þarf gríðalega fjármuni til að standa undir auknum fjölda háskóla og nemenda hér síðastliðin ár.
Ég veit ekki hvaða rök þú hefur fyrir þér í því að skatttekjur hefðu ekki aukist jafn mikið hefði Samfylkgingin verið við völd, nema þá það að núverandi ríkistjórn hafi sett heimsmet í hækkun skatta skv. OECD, því þá deili ég þeirri skoðun með þér að Samfylkingin hefði án efa lækkað skattbyrði 90% þjóðarinnar en ekki bara 10% þjóðarinnar eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 8.5.2007 kl. 08:18
ps. það má ekki skilja skrifi hér fyrir ofan þannig að ég hafi eitthvað á móti einkareknum skólum, ég vill bara að HÍ fái greitt með öllum nemendum sínum. Ég vann sjálfur við rannsóknir hjá HR og er mjög hrifinn af þeim skóla og finnst alveg ótrúlegt hvað hann hefur gert fyrir tölvunarfræði hér á íslandi.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 8.5.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.