14.4.2007 | 19:32
Sama tilfinning og ég fékk!
Þar sem ég hef mætt á nokkra landsfundi Samfylkingarinnar, þá var stór munur á hinum fundunum sem maður hefur mætt á og þessum! Stemmingin var mjög góð, og það var ótrúlega gaman að sjá hvaða fólk var að mæta þarna, því maður hefur aldrei verið viss hvað hinir og þessir standa í pólitík - en þarna voru margir mættir með nafnspjöld sem maður hefur ekki séð vinna innan Samfylkingarinnar áður, eða höfðu ekki gert það í langan tíma.
Að vera á svona fundi sýnir manni hvað maður er í miklum alvöru stjórnmálaflokki; þarna var fært fólk, að tala um málefnin af alvöru. Það var ekki froðusnakk um efnahagsmál þar sem reynt var að ljúga að fólki að ástandið væri í lagi í núverandi vaxtaokri og verðbólgu. Þarna var líka fólk sem veit um hvað það er að tala í Evrópumálum, en er ekki að reyna kæfa umræðuna með lygablendnum hræðslu áróðri. Og þarna var einnig fólk sem gerir sér grein fyrir því að máttur íslands felst ekki í að drekkja náttúrunni fyrir raforku í álver - þarna var samankomið fólk sem hefur trú á því að hátæknifyrirtæki og menntun muni skapa Íslandi alvöru hagvöxt, en ekki hagvöxt langt undir meðaltali eins og staðan er í dag. Þau 3 til 4 álver sem eru skipulögð af stjórnarflokkunum fyrir næstu ár munu þýða hátt í 20 nýjar virkjanir, af öllum stærðum og gerðum og því miklar landsfornir fyrir mjög lítinn gróða.
Það styttist í kosningar, og maður vonar að Samfylkingin fari að ná í gegn með málflutningi sínum. Efnahagamálin voru mikið rædd á þessu landsþingi, enda hefur efnahagsstjórn núverandi ríkistjórnar gjörsamlega brugðist. Það eina sem manni fannst vanta voru einhver átök því flokksmenn voru voða sammála. Gömlu Alþýðubandalagsmennirnir sátu þarna út í horni og voru að hlægja að því að það væri ekkert baktjaldamakk í gangi og ekkert hægt að plotta, því nú væri flokkurinn bara orðinn of stór til að komast upp með þannig vitleysu.. mér fannst það mjög fyndið, enda fátt hægt að ákveða í reykfilltum bakherbergjum á 1400manna landsfundi.
Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Athugasemdir
og hver er galdralausnin hjá þessum fullmótaða og samstillta stjórnmálaflokki á okkar efnahagsmálum? ESB??
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 19:48
Málið er einmitt að hann leggur ekki fram galdralausnir, heldur var mjög raunhæf umræða um efnahagsmál og hvernig þessi hagvöxtur sem hefði verið drifinn áfram á neyslutengdri lántöku væri nú horfinn, og því stefnir í hallarekstur ríkisjóðs á næsta ári. Í þeirri stöðu, með nær 8% verðbolgu, hagvöxt undir 2% hagvexti er ekki hægt að beita galdralausnum.
.
Það er hinsvegar alveg ljóst að ESB aðild og upptaka Evru hefði góð áhrif hér á landi; fyrirtækin í landinu myndu búa við betri rekstrarskyliðri með stöðugan og sterkan gjaldmiðil, því eins og stofnandi CCP benti þarna á þá var fyrirtækið að bæta við sig áskrifendum á tíma en tekjur þess minnkuðu samt milli mánaða vegna þess að krónan var að styrkjast - sem var að drepa þá á tíma. Því var það "ánægjulegt" fyrir útflutningsgreinarnar þegar krónan féll duglega, því þá fóru tekjunar að aukast... ég get skilið að það sé ekki gaman að reka fyrirtæki við þessi skilyrði.
.
Svarið er því; minnka þennsluna og ná niður verðbólgu, og treysta markaðinum fyrir að byggja upp atvinnuvegi Ísland í stað þess að byggja stalínískar virkjanir fyrir álver sem skila litlum arði. Auka fjárfestingu í menntun, og fjórfalda fjárframlög til rannsókna. Þrátt fyrir að vera ekki ein töfralausn, þá finnst mér þetta mjög sannfærandi.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.4.2007 kl. 20:01
Ég öfunda þig af sannfæringu þinni. Sjálfur hef ég efsemdir og er mismikið óánægður með eitthvað hjá öllum flokkum.
Grímur Kjartansson, 14.4.2007 kl. 22:10
Jámm, ég gref allar efasemdir núna mánuði fyrir kosningar. Það er mun betra að halda sannfæringu fram yfir kosningar og vera ánægður, en að standa í sífelldri sjálfsgagnrýni og leiðindum á þessum tíma. Samfylkingin er skársti kosturinn - en ekkert fullkominn frekar en neitt annað. Reyndar finnst mér hinir alveg furðu slæmir, en það er örugglega bara útaf fordómum, eins og fordómarnir sem 80% xD manna eru með gagnvart Samfylkingunni.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.4.2007 kl. 05:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.