14.4.2007 | 01:20
Frábær dagur
Ætlaði ekkert að mæta á landsfundinn í dag, en þegar ég sá fréttina á Mbl um ræðu Ingibjargar og las ræðuna yfir, þá ákvað ég að drífa mig uppeftir.. og þvílík stemming! Þetta er alveg ótrúlega vel útsett hjá Samfylkingunni, og ég hlakka eiginlega bara til að mæta í fyrramálið og halda áfram að vinna með þessu fólki. Það var líka mjög skemmtilegt að horfa á Kristrúnu Heimis í kastljósinu að valta yfir Ragnheiði Elínu aðstoðarmann forsætisráðherra. Mæli með að fólk kíki á það hér.
Samfylkingarfólk er uppfullt af bjartsýni á þessum landsfundi - enda ekkert annað hægt í stöðunni, maður verður að vona að það rætist eitthvað úr þessu leiðindar ástandi sem flokkurinn hefur verið í. Að sama skapi eru Sjálfstæðismenn mjög bjartsýnir á sínum landsdfundi - enda þýðir ekkert að vera raunsær þegar efnahagsástandið er eins og það er. Undir 2% hagvöxtur, næstum 8% verðbólga og stefnir í halla á ríkisjóði með tilheyrandi lækkunum á lánshæfismati ríkisjóðs og þá bankanna í kjölfarið. Vont hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið illa á spöðunum í ríkisfjármálunnum... og eiginlega verra hvað Samfylkingin er að fá lítið fylgi í skoðanakönnunum, því ef kosningarnar fara þannig þá mun ekki verða nein breyting þar á.
Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:20 | Facebook
Athugasemdir
ég er mjög glöð með að þú skyldir koma aftur og kjósa í framkvæmdarstjórnina
Eva Kamilla Einarsdóttir, 14.4.2007 kl. 19:15
Almáttugur hvað Kristrún Heimis var dónaleg í þessu viðtali. Voðalega erfitt og leiðinlegt að hlusta á svona umræðu. Ég vona að hún taki sig til áður en hún kemur aftur fram fyrir flokkinn.
Vignir Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:15
Ég horfði á þetta aftur vegna þess að Kristrún átti að hafa verið svona dónaleg, og þegar ég horfði á þetta aftur fannst mér hún bara ótrúlega góð. Í fyrsta skiptið fannst mér hún ganga full hart fram, en miðað við dónaskapinn í Ragnheiði sem var þarna bara í persónulegum árásum í Ingibjörgu Sólrúnu í staðinn fyrir að svara fyrir ríkistjórnina þá fannst mér þetta bara ótrúlega gott! Mér finnst í raun að Ragnheiður eigi að biðjast afsökunar á rangfærslunum í þessu viðtali, þar sem R-Listinn eyddi næstum biðlistum á leik- og grunnskóla í Reykjavík á sínum tíma, og það að segja að hún kunni ekki að fara með tölur er bara dæmigerður málflutningur íhaldsplebba. Þetta kemur úr hörðustu átt frá fólki sem fullyrðir að efnahagsstjórnun mætti ekki betur fara, í 7% verðbólgu og hæsta viðskiptahalla sem OECD hefur séð!
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.4.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.