Páskapæling

Mæli með því að allir áhugamenn um stjórnmál þessarar aldar horfi á TED fyrirlestur Bills Clintons. Það er ótrúlegur innblástur sem maður fær stundnum við að horfa á þennan mann tala, og þarna er hann að tala um hvernig hann er að vinna að því að byggja upp heilbrigðiskerfi innan Ruganda. Þegar maður horfir á svona fyrirlestur, þá finnst manni hálf óskiljanlegt þrasið hérna fyrir kosningar; áróður gegn útlendingum, gegn aukinni samvinnu Evrópu (þar sem ESB veitir nær 60% af þróunarhjálp í heiminum) og fleira, en ekkert minnst á að Ísland borgar minnst allra í þróunarhjálp, og er með hæstu verndartolla sem þekkjast.

Ætla samt ekki að missa mig of mikið í alþjóðlegar pælingar, það er nógu erfitt að gíra sig upp í kosningabaráttu þegar flokkurinn sem maður tilheyrir er ekki að fá meira fylgi en rétt 20%. Held ég taki því bara rólega yfir páskana, og komi svo endurnærður að stríða Frjálslynda Flokknum og öðrum sem ég er ósammála eftir páska :)

Gleðilega páska. Annars er bloggkerfi moggamanna eitthvað að byrja hósta.. vonandi kemst það í lag sem fyrst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já... erh... það er ýmislegt athugavert við ESB, meðal annars það að við gætum allt eins afsalað okkur eignarrétti af Íslandi og sjálfstæðri ákvörðunartöku þjóðarinnar og gengið til liðs við Fjórða Ríkið - Ríki EuroCrata...

Held ég segi pass. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.4.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Skemmtilegt hvernig þú talar um Evrópusamstarfið af yfirgripsmikilli vanþekkingu; eru evrópuþjóðirnar ekki fullvalda? eiga þau ekki land sitt lengur?.. þetta er skemmtilegur bjánaskapur.

Þessi þjóðernis - eignar - rembingur er samt alveg áhugaverð umræða. T.d. nýtum við sjálfræði okkar í landbúnaðarmálum alveg einstaklega vel, með mestu styrki og tollavernd af öllum Evrópuríkjunum -- og fyrir það borgum við hæsta matarverð í heimi. Þetta benda "frjálshyggju" mennirnir á að við megum ekki missa, frjálsræðið til að gera okkar eigin viðskipasamninga, þegar í praktík notum við þetta til að halda uppi háum tollamúrum.

ESB snýst að mestu leiti um einn frjálsan markað: við erum partur að því samstarfi með EES. 25% af lögum Íslands koma því sem tilskipanir frá ESB án þess að við fáum neitt um það að segja -- og þetta eru allar veigamestu reglur sambandsins! Það sem stendur eftir er í raun bara landbúnaðarkerfið og sjálfstæð peningamálastefna. Það er því pínu skrýtið að tala um afsal á sjálfstæðri landbúnaðarstefnu sem afsal á fullveldi?

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 7.4.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband