30.3.2007 | 17:46
Er íbúðarlánasjóður fjármálafyrirtæki?
Það "fjármálafyrirtæki" sem er með óábyrgustu stefnuna þessa dagana er í raun pólitísk stofnun innan ríkisins - eða íbúðarlánasjóður. Ríkistjórnin hækkaði lánshlutfall íbúðarlánasjóðs upp í 90% þegar bankarnir byrjuðu með íbúðarlán, og nú þegar bankarnir eru farnir að halda að sér höndum þá er íbúðarlánasjóður komnir með 90% lánshlutfall aftur! .. sem er meira en bankarnir eru að bjóða í flestum tilfellum!
Það þýðir ekkert að kenna fyrirtækjum um nær 8% verðbólgu því fyrirtæki á markaði gera bara það sem þau vilja - ríkistjórnin ein ber ábyrgð ábyrgð á ástandinu. Að ráðast í stærstu ríkisframkvæmdir íslandssögunar og ráðast á byggðarvandann með risastórum ál-plástrum á sama tíma og einkaaðilar eru í miklum framkvæmdum er örsökin að vandanum. Að láta ríkisstofnanir vera í harðri samkeppni við lánastofnanir á markaði og hverja á sama tíma fjármagnsfyrirtækin til að sýna stillingu er ótrúlegur tvískinnungur. Að vera með dýralækni sem fjármálaráðherra á svona viðkvæmum tímum, sem skilur ekki að það þarf að halda að sér höndum og helst skera niður nema ef maður noti myndlíkingu við riðuveiki er bara óafsakanlegt!
Það er fólk treysti svo Sjálfstæðisflokknum til að reka ríkisfjármálin er bara ótrúlega sorglegt. Ég treysti öllum í framvarðarsveit Samfylkingarinnar betur, hvort sem það er Ingibjörg, Össur, eða hagfræðingurinn ungi hann Ágúst Ólafur. Það eina sem vantar er fylgi sem væri svona tvöfalt á við styrkleika Campari :)
Davíð: Enn sækir í sama horf varðandi aukin útlán fjármálafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
Gaman að lesa skrif þín og sjá eldmóðinn skína úr þeim, alveg er ég sammála þér að Íbúðalánasjóður er á villigötum “ og er þó Sjálfstæðismaður “ eins er ég sammála þér að 8 % verðbólga er sjálfskaparvíti, en það að ráðast í stórframkvæmdir á borð við Kárahnjúka-Reyðarál er eitthvað sem við höfum ekki nema takmarkað val á um tímasetningu, kaupandinn vil ekki bíða, alþjóðamarkaður er hans heimaland, við annaðhvort erum með eða ekki, ef þú bærir ábirgð á atvinnu uppbyggingu á austfjörðum þá efast ég ekki um að þú værir þeim fylgjandi Varðandi það að hafa Dýralæknir sem fjármálaráðherra tel ég það skárra en að Össur skordýrafræðingur kæmist í þá stöðu, ég sægi hinsvegar ekkert athuga vert við það að verkamaður eða tölvugúrú yrði fjármálaráðherra, að uppfylltu því skilyrði að umræddur aðili væri sjálfum sér samkvæmur og traustvekjandi einstaklingur, og sennilega er það eina sem þig og mig greinir á um er það sem þýskur kanslari sagði fyrir nokkrum árum, “ það að vera vinstri sinnaður sem ungur maður er eðlilegt, en ef men eru en þá vinstri sinnaðir um fertugt, þá er eitthvað að þeim”, að þú treystir Ingibjörgu og Össur er fall að þinni hálfu fyrir áróðri og lýsandi fyrir orð kanslarans þýska, Ágúst er sennilega í sömu tilvistarkreppu og þú, þið ættuð báðir að íhuga að ganga í sjálfstæðisflokkinn og koma ykkar áhugamálum áleiðis, í stað þess að hanga í skugga rugludalla á borð við forystu Samfylkingarinnar, þið eruð boðnir velkomnir báðir tveir.
Magnús Jónsson, 5.4.2007 kl. 22:58
Takk fyrir ágætt boð, en ég er of frjálslyndur fyrir svona íhaldsflokk eins og Sjálfstæðisflokkurinn er.
Ég lít á Samfylkinguna sem miðjuflokk flokk, enda er ég mun nær Sjáflstæðisflokknum í skoðunum heldur en VG. Samfylkinging er t.d. nokkuð "hægri" sinnuð í efnahagsmálum, trúir á frjálsan markað (en viðurkennir samt takmarkanir hans) og vill fella niður innflutningshöft að mun meira leiti en t.d. Sjáflstæðisflokkurinn. Hins vegar er þetta jafnaðarmanna flokkur, þannig að félagsmálapakki VG og Samfylkingarinnar eru mjög svipaðir -- sem er vel.
Þess vegna langra mig frekar að bjóða þér bara að ganga í lið með okkur, því það er miklu skemmtilegra hérna megin: raunsæjara fólk með vit á efnahagsmálum og lætur ekki ljúga að sér að 8% verðbólga og viðvarandi viðskiptahalli sé ekki vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fá nokkuð langan tíma til að sýna hvað í sér býr, og ég á mjög erfitt með að skilja þá sem eru ekki búnir að fá nóg.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 6.4.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.