Ríkið er orsök þess að vöruverð er hátt á Íslandi

Svona fréttir benda manni á það með svo afgerandi hætti hvað við erum skattlögð í topp hér á íslandi, með beinum og óbeinum hætti! "skorað á ríkisstjórn og Alþingi að fella niður 20-25% vörugjöld á raftæki, hreinlætistæki og byggingavörur" segir Samtök verslunnar og þjónustu .. og þetta eru vörugjöld sem maður hefur ekki hugmynd um. Álög ríkisins á kjúkling er víst meira en 300% áður en hann kemst upp í hillur kaupmanna, og þær álögur breyttust ekkert 1. mars - þá var bara lækkaður virðisaukaskatturinn.

Það er mjög sorglegt að ríkið hafi notað tækifærið til að auka skattheimtu þegar þeir voru að auka innflutningskvóta á kjöti núna í mars - þeir buðu kjötkvótana út og seldu hæstbjóðanda. Viðkomandi aðili þarf þá að hækka innflutta kjötið enn meira, til að borga ríkinu fyrir að fá að flytja það inn. Dulin skattheimta er allstaðar í þessu landi.. og þegar það er talið saman erum við án efa að borga jafn mikinn skatt og frændur okkar danir - sem borga mun minna til ríkisins af áfengi og mat.

Það er nokkuð merkilegt að Samfylkingin sé sá flokkur sem er oftast sammála SVÞ, og í raun stórmerkilegt að það sé eini flokkurinn sem vill alvöru aðgerðir til að lækka matvöruverð hér á landi með því að afnema tolla og gjöld á landbúnaðarafurðir. Ég held að þetta undirstriki algjörlega muninn milli Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar - þótt þeir séu sammála um að leggja áherslu á jöfnuð í samfélaginu og hætta stóriðjuframkvæmdum þá eru þeir gjörólíkir þegar kemur að verslun og þjónustu. Þar stöðvuðu VG nýlega það að bjór og léttvín kæmist í búðir, sem Samfylkingin tók þátt í að leggja það fram á þingi. Þeir vilja líka færa sig frá EES samningnum og fara í tvíhliða samninga við ESB, sem er langt og erfitt ferli sem mun ekki verða neinum til hagsbóta.. og svo leggjast þeir algjörlega gegn einkavæðingu.

Fyrir mér er alveg gjörsamlega óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að kjósa VG - því þótt þeir séu á móti álverum þá eru þeir bara á móti öllu öðru. Steingrímur J var meira að segja á móti því að leyfa bjórinn á sínum tíma, og vildi frekar að fólk myndi bara bjóða vinum sínum í kaffi.


mbl.is Hvetja til þess að uppboðum og sölu á tollkvótum verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband