Frábærar fréttir

Þetta eru ótrúlega góðar fréttir! Ari Jónsson er án efa einn hæfasti tölvunarfræðingurinn á landinu, og að fá hann í hóp við allt þetta ótrúlega hæfa starfsfólk sem er í tölvunarfræðinni upp í HR er bara frábært. Ég tók þarna masterinn minn, en var það snemma í því að ég ákvað að fara út til DTU eina önn og til University of Alberta í Canada aðra önn af mastersnáminu mínu þannig að ég er með ágætan samanburð á milli skóla, og ég verð bara að segja að HR stendur ekkert langt að baki þessa tveggja ótrúlega góðu skóla sem ég var við. Nú er það orðið þannig að næstum helmingur þeirra sem hafa Dr. gráðu í tölvunarfræði eru að vinna við rannsóknir í HR, og ég held að næstum 90% af rannsóknarpeningunum í tölvunarfræði séu að fara upp í HR, þannig að það er að myndast stort bil á milli HÍ og HR á þessu sviði.

Nú með tilkomu nýs rektors sem mun án efa skilja mikilvægi þessarar deildar fyrir skólann, og liðstyrkurinn að fá Ara við skólann þá er ljóst að þetta er að verða tölvunarfræðideild á heimsmælikvarða, sem ég mæli með fyrir alla þá sem eru að huga á eitthvað tölvu-tengt nám í framtíðinni.

En best að drífa sig að borða eitthvað..


mbl.is Tveir nýir deildarforsetar ráðnir til HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilvitnun "og ég held að næstum 90% af rannsóknarpeningunum í tölvunarfræði séu að fara upp í HR, þannig að það er að myndast stort bil á milli HÍ og HR á þessu sviði."

...Og samt væla HR menn þegar HÍ fær auka pening.

Gunnar (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sæll Gunnar.

Það eru rannsakendur við alla skóla sem geta sótt um styrki, en það er bara að verða þannig að svona stór hluti rannsókna í tölvunarfræði er núna í Háskólanum í Reykjavik. Það er því ekkert skrýtið að HR bendi á að það sé óeðlilegt þegar HÍ fær eyrnamerkta peninga til rannsókna og það sé talað um hann sem eina rannsóknarháskóla Íslands, því það er ekki sanngjarnt gagnvart hinum skólunum HÍ sitji einn að rannsóknarpeningum - þetta hefur HR verið að benda á.

Hitt er svo það fáranlega að HR fær meira borgað fyrir nemendurna sína en HÍ OG bætir síðan skólagjöldum ofan á það. Ríkistjórnin er meðvitað að fjársvelta Háskóla Íslands til þess að láta einkareknu skólana líta betur út - og virðist ekki hafa kjark í að breyta því sem þarf að breyta upp í HÍ eins og að gefa stjórnendum deilda meira vald yfir starfsmönnum sínum. Það væri líka mjög eðlilegt ef ríkið myndi borga með hverjum nemenda sem stundar þar nám í stað þess að vera með einhvern fasta í lögunum þannig að HÍ fái aðeins borgað fyrir hluta af þeim nemendum sem eru það á hverjum tíma.

Þetta eru hlutir sem þarf að laga, en menntamálaráðherra virðist vera of upptekinn við að koma með vanhugsaðar hugmyndir af styttingu stúdentprófs og samræmd próf í menntaskólum til að skilja að það þarf að huga enn betur að háskólunum hérna með því að borga þeim öllum meira - en þó HÍ mest því það hallar mest á hann. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 18.3.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband