Góð skýrlsa.. áhugafólk um ESB ætti að lesa hana.

Þar sem ég er í vinunni þá eyddi ég bara kaffihléinu mínu til að lesa hana, en það er greinlegt að hérna er um góða skýrslu fyrir þá sem vilja kynnast Evrópusamstarfinu betur og skilja hversu mikið við erum í raun orðin aðilar að ESB með EES aðildinni okkar. 

Mæli með að lesa sérálit Össurar og Ágústar aftast, og bera það svo saman við álit annarra nefndarmanna. Það skilur himinn og haf milli Samfylkingarfólks, sem hefur verið að skoða þessi mál síðan flokkurinn þeirra var stofnaður, og svo hinna flokkana sem annaðhvort skoða þetta í frístundum eða loka algjörlega á umræðuna eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera.

Samfylkingin hefur staðið að gerð rita um hver samningsmarkmið okkar ættu að vera við inngöngu, og hvaða áhrif aðild að ESB myndi hafa - og það sérst glögglega á lestri þessarar skýrslu að þeir Össur og Ágúst hafa mun meiri skilning á ESB og því að sameiginleg auðlindastefna sé engin fyrirstaða við aðild Íslands að því sambandi.


mbl.is EES-samningurinn nýttur til að hafa áhrif á Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sjálstæðisflokkurinn gefur sér fyrirfram að það sé ekki hægt að ganga í ESB á tyllirökum, og finnst því ekki ástæða til að skoða það meir. Ég get ekki séð hvernig það er umræða, þegar fokkur kemur inn með ákveðna hugmynd, og henni er ekkert breytt sama þótt hún sé algjörlega röng.

Bullið í þér um stefnuleysi er ótrúlegt. Samfylkingin hefur lengi legið undir þeirri gagnrýni að vera stefnulaus, og hefur þessvegna frá stofnun verið mjög dugleg við að mynda sér stefnu í öllum málaflokkum sem er einfald að verða sér um með því að hlusta á fólkið fordómalaust, og skoða vefsíðu flokksins. En ég skil þig vel, ég skil t.d. ekki hvað Sjálfstæðisstefnan er, og finnst Sjálstæðisflokkurinn vera stefnulausasta afl sem fyrirfinnst á landinu. Frjálslynt í orði, en svo argasta landbúnaðar-stjórnlyndis-íhald í borði, sem hefur klúðrar stjórnun efnahagsmála svo ílla að öllum svíður.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.3.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband