Evru fyrir alla!

Bankarnir og fyrirtækin eru að biðja um að henda krónunni vegna þess að það er ómögulegt að vera með gjaldmiðil sem stjórnvöld vilja láta sveiflast með þorskverði, þegar sá hluti þjóðarbúsins sem stækkar hraðast er orðinn svona nátengdur Evrópu.

Það er einfaldlega öllum til hagsbóta að losa sig við þessa örmynt sem er ekki að gera neinum gott. Krónan er gagnslaust fjármálastjórnunartæki, og flotgengið, peningamálastefna seðlabankans og fjármálastjórn ríkisins hafa algjörlega brugðist þannig að við sitjum uppi með hæstu verðbólgu evrópu fyrir utan Tyrkland.

Hér þarf alvöru gjaldmiðil, sem þvingar ríkistjórnina til að vera með alvöru hagstjórn, því eins og Milton Friedman segir "inflation is just another form of taxation" eða verðbólga er bara annað form skattlagningar. Hér á íslandi endar verðbólgan á húsnæðislánunum okkar til 40 ára, og það er óafsakanlegt að ríkið hafi hækkað íbúðarlánin mín um meira en miljón á þessu ári bara útaf því að það eru að koma kosningar!


mbl.is Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband