7.3.2007 | 08:17
Íhald til allra átta
Íhaldið á hægri og vinstri væng stjórnmálanna ná ótrúlega vel saman! og það með einhverri svona tylliástæðu sem allir sem horfa fordómalaust á Evrópusambandsaðild eru löngu búnir að sjá að er ekki fyrirstaða. Þingmenn VG og Sjálfstæðisflokks hefðu kannski átt að mæta á þennan fund hjá Evrópusamtökunum, þar sem það kom skýrt fram að við munum sjálf hafa yfirráð yfir öllum þeim kvóta sem úthlutað verður við ísland, þannig að ESB aðild mun ekki þurfa að breyta neinu í fiskveiðimálum okkar.
Það kom líka fram hjá Högre í Noregi á fundi Heimdalls um daginn að ungir sjálfstæðismenn væru gjörsamlega að misskilja auðlindastefnu ESB, þar sem hægri mennirnir í Noregi bentu þeim enn og aftur á að við myndum ein sitja að kvótanum hér við ísland - alveg eins og ungir jafnaðarmenn og Samfylkingin hafa verið að benda á síðastliðin ár!
Það er bara alveg til skammar að skýla sér bakvið þetta mál í Evrópuumræðunni - umræðan um þetta mál á að vera búið. Að VG láti ritstýra sér og stjórna á þennan hátt af Birni Bjarnasyni í þessari nefnd fær mann til að vera hræddann um að ríkistjórn VG og íhaldsins geti orðið að veruleika - ríkistjórnin sem mun engu breyta.
VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Facebook
Athugasemdir
Ef tu i blindri sjalfshrifningu tinni a tessu handonyta Evropusambandi getur leyft ter ad kalla ta fjolmorgu Islendinga sem eru a moti Evropusambandsadild ihald, ta tu um tad og ta vil eg lika vera ihald, eins og ta reyndar 2/3 tjodarinnar eru samkvaemt nyjustu skodanakonnuninni.
Tad er sko margt og miklu meira en bara tetta fiskveidimal sem gerir mig og marga adra algerlega andsnuna adild ad tessu ogedfellda Evropusambandi.
Ta a eg bara vid sjalfan grundvollinn, tad er mjog svo olydraedislega uppbyggingu og "skitlegt" edli tessa skrifraedis bandalgs. Tad a ekki bara vid EB heldur er bara i edli allra svona skrifraedis apparata eins og EB og hefur svo sannarlega komid i ljos a teim bae og er a hradri leid med ad versna og getur ekkert annad en versnad. Markmidid er kanski gofugt i upphafi en tynist fljott i pappirsflodi og misvitrum reglugerdum og tilskipunum. Tetta "big brothers" syndrom, virkar engan veginn. Tad leidir til spillingar og sounar a fjarmunum, er heftandi fyrir frjalst framtak og elur a medalmennsku og misskildum torfum folksins. Spillt kerfid fer sidan ad tjona sjalfu ser eingongu og vex og vex eins og pukinn a fjosbitanum. Tetta kerfi minnir mig oneitanlega mikid a gamla Sovetid, sem a endanum molnadi nidur undan eigin tunga. Tad sama spai eg ad muni verda orlog tessa Evro Bandalags, a oskuhaugum sogunnar. I minum augum hofum vid Islendingar ekkert ad gera inn i tetta handonyta bandalag og erum miklu betur staddir utan tess. Tetta bandalag er hond daudans !
Tvi meira sem tid hamist a tessu mali tvi betra, tvi ta verdur audveldara fyrir okkur sem erum andstaedingar adildar ad syna fram a hversu rok ykkar Evropusambandssinna eru lettvaeg og litil og snuast oft upp i andhverfu sina. Haldi tvi endilega afram ad hamast tetta eins og Dokikot vid vindmyllurnar, tvi fleiri taekifaeri faum vid til ad svara vitleysunni ykkar og tvi fleiri verda andsnunir adild.
Eg get vel skilid rok frjalslyndra haegri manna fyrir tvi ad vid gongum ekki tangad inn. Einnig skil eg vel rok einlaegra vinstri manna eins og teirra i VG fyrir tvi ad vid hofum tarna ekkert ad saekja. Lifi frjalst og fullvalda Island.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 10:15
já, þið íhaldsmennirnir eru svo skrýtnir - þið gagnrýnið ESB út frá reglugerðum sem við þurfum hvort sem er að taka upp, og hafa reynst íslandi vel eins og t.d. frjáls markaður, og svo látið þið bara eins og peningasóun sé ekki til staðar á Íslandi!
Ástæða þess að ég vill ganga í ESB er einmitt til að minnka þá sóun af peningum sem fer í hluti eins og
Rök sjálfstæðisflokksins fyrir því að ganga ekki inn eru ekki rök frjálslyndra hægri manna heldur íhalds rök. Hægri flokkarnir í Noregi, ásamt nær allri Evrópu eru fylgjandi aðild og eru frjálslyndir - hérna sitjum við uppi með Íhaldið og fordómafulla umræðu með hræðsluáróðri einsog að kalla ESB hönd dauðans.. málefnalegt nafn það á bandalagi sem hefur það að meginmarkmiði að tryggja frið í Evrópu til framtíðar.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 7.3.2007 kl. 10:29
Þessi fundur var ekki á vegum Evrópusamtakanna Jónas minn:
"Að morgunverðarfundinum stóðu Evrópunefnd forsætisráðherra og sendiskrifstofa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Ósló."
;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 7.3.2007 kl. 12:16
Annars Jónas minn, Jónas minn ;)
Í fyrsta lagi, eins og ég hef bent þér margoft á, höfum við tekið upp minna en 6,5% af regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn samkvæmt úttekt skrifstofu EFTA í Brussel.
Í annan stað. Hversu frjáls er markaður sem er nánast drekkt í reglugerðafargani og miðstýringu? Svo mikilli að reglugerðafargan Evrópusambandsins er nú orðið slíkt að kostnaður vegna þess er nánast þrefaldur sá ætlaði hagnaður sem innri markaður sambandsins á að skila.
Í þriðja lagi ef þú vilt afnema landbúnaðarstyrkjakerfið myndi ástandið sjálfsagt lagast eitthvað við aðild að Evrópusambandinu, en eftir það myndi það sennilega seint lagast meira en það. Þá er betra að vinna bara að því að breyta því hér á landi. Það yrði án efa erfiðara að breyta nokkru innan sambandsins. Ekki gengur t.a.m. Bretum of vel við það þó stórir séu.
Í fjórða lagi hentar evran ekki aðstæðum hér á landi, þá einkum með tilliti til hagsveifla. Ákvarðanir um t.a.m. stýrivexti myndi síðan seint verða teknar með tilliti til íslenzkra hagsmuna, sér í lagi ef þeir stönguðust á við t.a.m. hagsmuni Þjóðverja. Vísbendingar eru síðan um að evrusvæðið eigi alls ekki framtíðina fyrir sér og kunni að liðast í sundur innan fárra ára.
Í fimmta lagi eru hægrimenn víða á meginlandi Evrópu álíka miklir hægrimenn og framsóknarmenn með fullri virðingu fyrir þeim. Þetta á ekki sízt við um Hægriflokkinn í Noregi sem sást vel á fundi sem Evrópusamtökin héldu á dögunum í samstarfi við Heimdall þar sem þrír fulltrúar Hægriflokksins ræddu Evrópumál við unga sjálfstæðismenn og fleiri. Í stuttu máli sagt var væntanlega öllum ljóst á þeim fundi að Norðmennirnir voru ekki að sannfæra neinn um neitt og höfðu ófáir á orði að málflutningur þeirra væri æði sósíalískur. Kannski ekki að furða að Andrés Jónsson, fyrrv. formaður Ungra jafnaðarmanna, skyldi segja á fundinum að ef hann byggi í Noregi myndi hann sennilega ganga í Hægriflokkinn.
Í sjötta lagi. Evrópusambandið tryggði ekki friðinn í Evrópu sl. 50 ár. Það gerðist einkum vegna NATO, kalda stríðsins og hins sameiginlega óvinar í austri og veru öflugs bandarísks herafla í álfunni. Auk þess hefur sú kenning ekki enn verið afsönnuð að lýðræðisríki fari ekki í stríð við önnur slík. Þegar Evrópusambandið ætlaði að stilla til friðar á Balkanskaganum á sínum tíma fór það allt út um þúfur og kalla varð á Bandaríkjamenn og NATO til aðstoðar. Hvað ef t.d. Frakkar og Þjóðverjar hefðu farið í hár saman aftur einhvern tímann á sl. 50 árum? Hvað hefði Evrópusambandið getað gert í því? Miðað við Balkanskagadæmið er svarið einfalt: Ekkert!
Hjörtur J. Guðmundsson, 7.3.2007 kl. 12:31
Hjörtur (minn?)
Fyrsti punkturinn þinn um 6,5% er lýgi, matreidd af fyrrum forsætisráðherra okkar sem varð fúll þegar niðurstöðurnar hans voru ekki einsog hann vildi - því þá var bara vitlaust spurt að hans mati. Skv sama mælikvarða taka aðildarríki ESB undir 35% laga ESB upp. Þú veist þetta, en þú neitar bara að taka rökum. Öll lög á íslandi verða að vera skv. ramma ESB í viðkomandi málaflokki, og fyrst við höfum tekið upp alla löggjöf sem snýr að innri markaði ESB, þá erum við komin með meirihlutann af löggjöfinni og því nær allan lagaramma ESB. Það er því ekkert að marka að aðeins 6,5% af þeim lögum sem eru sett í Brussel verði beint að lögum hér, því þar inni eru t.d. mánaðarlegar leiðbeininandi tilskapnir um verð á þurrmjólkurdufti! Það breytir því ekki að öll lög okkar verða að samræmast leikreglum ESB.
2: Markaður með sameiginlega mynt og enga tollamúra er frjálsari markaður en Evrópa hefur nokkurntímann þekkt, núna eru það 27 lönd og þeim er enn að fjölga. EES svæðið bætist þar við að mestu leyti, og tollar til fátækustu ríkja hafa verið afnumdir. Þetta er hraðasta þróun að frjálsum markaði sem getur orðið, og hér á íslandi væri ekki frjáls markaður ef við hefðum ekki auka-aðildina okkar að ESB.
3: Landbúnaðarstyrkirnir í ESB hafa farið lækkandi og kerfið þar breyttist t.d. mikið nú þegar austur evrópa gekk inn, á meðan Ísland lækkaði landbúnaðarstyrki sína um 1% á ári til að verða við beiðni WTO. ESB er að lækka styrkina hraðar en Ísland, og er nú með mun lægri styrki. ESB aðild er win-win situation í þessu tilfelli.
4 - Evran: Það var síðast frétt um það í gær hvernig hlutabréfamarkaðir á íslandi væru farnir að sveiflast með Evrópskum hlutabrefamörkuðum - enda ekkert skrýtið, hérna er komið nútímalegra hagkerfi sem eltir ekki þorskverð lengur. Bankarnir eru stórir Evrópskir bankar, og lang stærsti hluti viðskipta okkar fyrir fram við evrópulöndin sem eru mörg hver með evru, eða beintengd við evruna einsog Danmörk og Svíþjóð. Nýja hagkerfið hérna sveiflast með Evrunni - við viljum búa vel að því, vegna þess að þar liggur framtíðin - þessvegna er Evran sá gjaldmiðill sem hetnar okkur best í dag, og til framtíðar.
5: Ég var á þessum fundi, sat þarna glottandi út í horni yfir því hvað hægri mennirnir hérna á íslandi eru rosalega á skjön við raunveruleikann. Ég var mjög sannfærður eftir fundinn, því það að heyra hægri flokk frá öðru landi tala niður til hægri mannana hér með sömu rökum og maður sjálfur er bara bjútífúl ;)
6: Ástæðan fyrir því að ESB er að og mun halda friði í Evrópu er sameiginlega auðlindarstefnan sem þið hægri mennirnir neitið að skilja. Þegar sameiginlegar auðlindir lúta sameiginlegri stýringu, þá er einn aðili sem ákvarðar deilumál um nýtingu þeirra auðlinda. Ef hinsvegar auðlindin er staðbundin, þá fær það land sem hefur nýtt hana síðastliðina áratugi eitt nýtingarréttinn á henni, alveg eins og við munum ein veiða fiskinn okkar, og því aldrei fara í þorskastríð við Breta aftur. Þess vegna lendir Bretum og Frökkum ekkert saman lengur, löndin þeirra eru orðin of efnahagslega tengd til að standa í þannig rugli.
Hörmunganar á Balkanskaga eru hræðilegar, og ótrúlegt að horfa upp á heiminn læra aldrei af sinni heimsku. Þar var kennt öðrum þjóðarbrotum um allt sem ílla fór í landinu sínu, og á svipaðann hátt eru nú ílla gefnir menn um allann heim að sameinast gegn "útlendingum" sem einum hóp, og þar helst múslimum sem einhverju vandamáli sem þarf að taka á. Mér sýnist Evrópusambandið vera ágætis staður til að taka á þannig málum, með því t.d. að fá Tyrkland inn sem aðildarland og hætta að reka þetta sem einhvern kristnilegan klúbb og fara sýna að Evrópa getur líka sýnt umburðarlyndi.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 7.3.2007 kl. 16:48
1) 6,5% talan kemur frá skrifstofu EFTA í Brussel sem er ekki fjarstýrt af stjórnvöldum hér á landi né annars staðar. Þar er ekki hægt að panta neinar niðurstöður þó það henti þér að halda öðru fram. Ég hef fengið það staðfest hjá skrifstofu EFTA að þessi tala sé alfarið frá henni komin og að eina aðkoma íslenzkra ráðamanna að því máli hafi verið að leggja fram fyrirspurn um málið. 35% talan kemur hins vegar frá Eiríki Bergmanni Einarssyni, einum ötulasta talsmanni Evrópusambandssinna hér á landi (sá titill kemur frá Evrópusamtökunum sjálfum). Áður hafði sami Eiríkur um árabil haldið því fram eins og fjölmargir aðrir Evrópusambandssinnar að Ísland tæki yfir 80% af regluverki Evrópusambandsins. Hvorum ætli sé meira mark á takandi? Ötulasta talsmanni Evrópusambandssinna á Íslandi eða skrifstofu EFTA í Brussel?
Þess utan jafnvel þó við gefum okkur að 35% talan eigi við rök að styðjast þá þýddi það að við værum að taka upp c.a. 18,5% af því regluverki Evrópusambandsins sem aðildarríkin taka upp. Það er ljóslega langt því frá að vera einhver meirihluti regluverksins og hvað þá 80%.
2) Íslenzkur markaður er klárlega frjálsari en innri markaður Evrópusambandsins. Þó ekki nema bara vegna þess að við tökum ekki yfir nema brot af reglufargani sambandsins. Í alþjóðlegum úttektum á samkeppnishæfni ríkja á undanförnum árum hefur Ísland iðulega verið á meðal tíu efstu ríkjum heims og langflest aðildarríki Evrópusambandsins verið neðar en við á listanum og þá oftar en ekki vel fyrir neðan. Allajafna hafa í bezta falli 2-3 Evrópusambandsríki verið fyrir ofan okkur sem þýðir einfaldlega að slíkt verður að teljast til algerra undantekninga.
3) Merkilegt nokk þá var WTO að senda frá sér skýrslu bara í byrjun þessa mánaðar þar sem fram kemur að Evrópusambandið hafi hækkað verndartolla sína á erlendar landbúnaðarafurðir á síðasta ári að meðaltali úr 16,5% í 18,6%. Í tilfelli sumra kjötvara var hækkunin meiri en 400%.
4) Ýmsar blikur eru nú á lofti bara um það hvort evrusvæðið sem slíkt eigi framtíðina fyrir sér. Ófáir málsmetandi aðilar í heimi alþjóðaviðskipta hafa lýst yfir vaxandi áhyggjum af framtíð svæðisins og evrunnar. Hagsveiflur innan evrusvæðisins hafa annars ekki einu sinni verið að samlagast á milli einstakra aðildarríkja þó fullyrt væri að svo yrði.
5) Ég var á þessum fundi líka og ég get með góðri samvizku sagt að blessaðir Norðmennirnir hafi getað sparað sér þessa ferð. Hann hefur án efa verið bæði vonbrigði fyrir þá sem og Evrópusamtökin. Ungir hægrimenn voru ekki að kaupa neitt af því sem þeir sögðu. Kannski þess vegna sem forráðamenn þeirra hafa ekki enn séð ástæðu til að skrifa stakt orð um niðurstöður fundarins á heimasíðu samtakanna.
Það er annars merkilegt að þér þyki sjálfsagt og eðlilegt að tala niður til fólks. Ekki kannski skrítið að þú sér hrifinn af Evrópusambandinu sem byggir jú á að valdi komi fyrst og fremst að ofan frá embættismönnum sem enginn kýs - framkvæmdastjórn sambandsins.
6) Mér vitanlega hafa Bandaríkin ekki átt í stríði við Mexíkó óg Kanada (Breta) síðan á fyrri hluta 19. aldar. Það hefur þó ekki þurft einhvers konar yfirþjóðlegt skriffinskuapparat eins og Evrópusambandið til þess að tryggja það. Og jafnvel þó Evrópusambandið hefði það meginmarkmið að halda stóru þjóðunum í Evrópu frá því að ráðast á hvora aðra eða önnur ríki (sem það hefur ekki nema í áróðurstilgangi sbr. fyrri athugasemd mína) hvað kemur það þá okkur Íslendingum við? Mér vitanlega hafa íslenzk stjórnvöld engar áætlanir uppi um að ráðast á Noreg né Færeyjar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2007 kl. 13:10
"Kannski þess vegna sem forráðamenn þeirra hafa ekki enn séð ástæðu til að skrifa stakt orð um niðurstöður fundarins á heimasíðu samtakanna."
Þ.e. forráðamenn Evrópusamtakanna ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.