18.2.2007 | 08:48
Illugi er bara politíkus, engin hagfræðingur..
Fínt að geta bent á aðra og sakað þá um stefnuleysi, þegar öll rökhyggja dettur úr hausnum á manni korter í kosningar. Það gerir Illugi Gunnarsson á Visi í dag þegar hann tekur sér stefnumótunarhlutverk fyrir Samfylkinguna enn einusinni. Þar semsagt fer hann að ræða auðlindargjald á sjávarútvegi einsog það sé einhver grýla gegn samfylkingunni; en samfylkingin var ekki ein með þessa stefnu, hún var t.d. niðurstaða auðlindanefndar sem var leidd af Jóhannesi Nordal og var með vini hans Styrmi Gunnarsson og Ragnar Árnason innanborðs. Jón Steinson, deiglumaður og doktorsnemi "íslands" í hagfræði, hefur oft bent á hagkvæmni þess að fara þessa leið - en þegar nær dregur kosningum þá veit pólitíkusinn Illugi best, en hagfræðingnum Illuga verið bolað frá.
Eignarhald á fiskimiðunum er skilgreint í stjórnarskrá sem sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Samfylkingin er ekki á móti aflamarkskerfinu, eða kvótakerfinu, heldur aðeins ranglátri úthlutun kvóta oft nefnt gjafakvóta. Það kerfi verður til þess að einn maður selur kvótann sinn úr byggðarfélögum, eins og gerðist í Grímsey fyrir stuttu, og kippir þar með stórum parti af atvinnustarfseminni burt með nokkurn veginn einu pennastriki. Það er hagkvæmara fyrir byggðirnar í landinu, sjávarútveginn og almenning ef það skapast meiri vissa um eignarhaldið; uppboð á 5% kvótans á ári, þannig að allur kvótinn verður kominn á uppboðsmarkað á 20 árum, er bara mjög gott og skýrt kerfi sem hróflar ekki við miklu - og betri hagfræðingar landsins benda á að það sé hagkvæmara kerfi sem auðveldi nýliðun.
Illuga finnst samt allt í lagi að í núverandi kerfi sé verið að fyrna kvótann til að rétta byggðum landsins hann aftur sem svokallaðan byggðarkvóta - bara til að plástra þetta kerfi vegna ranglátra úthlutunarreglna. Þar er verið að taka veiðiréttindin af hagkvæmustu útgerðunum, og rétta þeim byggðarfélögum sem hafa orðið fyrir þeim áföllum að kvótaeigandinn stakk af. Það versta er að þeir útgerðarmenn sem fá úthlutaðan byggðarkvóta nota tækifærið og leigja burt kvótann sinn á meðan - því þeir "eiga" hann og því upplagt tækifæri til að taka þátt í góðærinu.
Það er gott fyrir þessa ríkistjórn að eiga svona sprelligosa einsog Illuga og Pétur Blöndal sem eru allt öðruvísi í orði, en ríkistjórnin er í borði. Hafa sauðfjársamningarnir t.d. einhverntímann verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? eða fær bara Dagfinnur dýralæknir að gera hvað sem er sem fjármálaráðherra? Þarf ekkert að framfylgja stefnunni sinni þegar maður er kominn í stjórnarráðið?
Eignarhald á fiskimiðunum er skilgreint í stjórnarskrá sem sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Samfylkingin er ekki á móti aflamarkskerfinu, eða kvótakerfinu, heldur aðeins ranglátri úthlutun kvóta oft nefnt gjafakvóta. Það kerfi verður til þess að einn maður selur kvótann sinn úr byggðarfélögum, eins og gerðist í Grímsey fyrir stuttu, og kippir þar með stórum parti af atvinnustarfseminni burt með nokkurn veginn einu pennastriki. Það er hagkvæmara fyrir byggðirnar í landinu, sjávarútveginn og almenning ef það skapast meiri vissa um eignarhaldið; uppboð á 5% kvótans á ári, þannig að allur kvótinn verður kominn á uppboðsmarkað á 20 árum, er bara mjög gott og skýrt kerfi sem hróflar ekki við miklu - og betri hagfræðingar landsins benda á að það sé hagkvæmara kerfi sem auðveldi nýliðun.
Illuga finnst samt allt í lagi að í núverandi kerfi sé verið að fyrna kvótann til að rétta byggðum landsins hann aftur sem svokallaðan byggðarkvóta - bara til að plástra þetta kerfi vegna ranglátra úthlutunarreglna. Þar er verið að taka veiðiréttindin af hagkvæmustu útgerðunum, og rétta þeim byggðarfélögum sem hafa orðið fyrir þeim áföllum að kvótaeigandinn stakk af. Það versta er að þeir útgerðarmenn sem fá úthlutaðan byggðarkvóta nota tækifærið og leigja burt kvótann sinn á meðan - því þeir "eiga" hann og því upplagt tækifæri til að taka þátt í góðærinu.
Það er gott fyrir þessa ríkistjórn að eiga svona sprelligosa einsog Illuga og Pétur Blöndal sem eru allt öðruvísi í orði, en ríkistjórnin er í borði. Hafa sauðfjársamningarnir t.d. einhverntímann verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? eða fær bara Dagfinnur dýralæknir að gera hvað sem er sem fjármálaráðherra? Þarf ekkert að framfylgja stefnunni sinni þegar maður er kominn í stjórnarráðið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitt má þo segja um þig að þú hefur húmor og það gott/Eg hefi lika erið að pæla og oft i minum mönnum sem þu nefnir og fengi doly tið sömu niðurstöður/En engum er allvernað/Halli Gamli XD
Haraldur Haraldsson, 18.2.2007 kl. 10:50
Skemmtilegt að skoða skoðun á skoðun á skoðun.
Gunnlaugur Lárusson, 18.2.2007 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.