14.2.2007 | 19:25
Ekki í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins..
Það verður ekki dregið úr stuðningi við landbúnað á íslandi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, heldur hefur hann aðeins aukist! Þeir eru búnir að hafa nokkuð mörg ár til þess núna, en þeir voru ekki tilbúnir til þess með Alþýðuflokknum á sínum tíma og hafa í raun meiri áhuga á að vinna með VG en Samfylkingunni þessa dagana til að forðast umræðu um Evrur og landbúnað. Síðasti fjármálaráðherra sem skar niður til bænda var Ólafur Ragnar, og það um 30-40%.
Sjálfstæðisflokkurinn er líklegur til að einkavæða Landsvirkjun, en allt hitt á listanum er eitthvað sem mun ekki gerast fyrr en annaðhvort Samfylkingin verður ráðandi afl í íslenskri pólitík, eða að við göngum í ESB. Innan ESB eru helmingi lægri styrkir til landbúnaðar en hér, og við þyrftum líklegast að leyfa erlendum aðilum að fjárfesta í sjávarútvegi. Punktur OECD um menntamálin er eitthvað sem t.d. Ágúst Ólafur hefur verið að benda lengi á, og lausnin er klárlega ekki að taka upp skólagjöld þannig að enn færri geti farið í framhaldsnám - LÍN er nógu fjandsamlegt fyrir námsmenn nú þegar.
Burt með Íhaldið.. því þessi ríkistjórn er ekkert annað. Það vonda er að það fylgja bara litlar framfarir VG og maður vill ekki sjá S+D vinna saman. Helst bara að fá minnihlutastjórn næst.
OECD vill minni stuðning við landbúnað en meiri við menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið þessa útreikninga hjá OECD vegna þess þeir eru í engu samræmi raunverleikan. Að einkavæða einokunar fyrirtæki ?Við skulum vona að Guð gefi að svo verði EKKI. Menntunarmælingin hjá OECD svipað gáfuleg og með landbúnaðrstyrkina. Íslendingar eru vel menntaðir og víðsýnir þó allir hafi ekki setið hálfa ævina á Skólabekk. Hugsa að vextir væru nokkru hærri nú ef Íbúðalánasjóður nyti ekki við. Manni dettur helst hug spyrja? hjá hvaða hagsmunaaðilla voru kontoristarnir hjá OECD mataðir
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.2.2007 kl. 23:55
Menntunarstig íslendinga er mælt í háskólagráðum, og landbúnaðarstyrkirnir í krónum. Það er því ekkert hægt að neita þessum mælingum hjá OECD.
Hinsvegar er alveg hægt að verja íbúðarlánasjóð og vera á móti einkavæðingu Landsvirkjunnar ef maður nennir því, það snýst bara um pólitíska hugsjón hvers og eins.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.2.2007 kl. 08:59
Ég Veit hverjir landbúnaðrstyrkirnur er hér og í evrópu og til bóndans er miklu meiri styrkir í Danmörku en hér. Ég spurð einn fróðan um þessa útreikninga OECD Og tók dæmi af bónda hér og þar Þetta voru mjög flóknar útskýringar sem ég fékk en niðurstaðan var sú megnið af stuðningnum vorun kallaðar grænar greiðslur sem OECD telur ekki sem stuðning Og síðan slepptu þeir stofnfjárfestinga stuðningi sem er mjög mikill þar en tíðkast ekki hér.
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 10:57
Grænar greiðslur eru ekki framleiðslutengdar, heldur má aðeins borga það fyrir hluti eins og landgræðslu og annað. Þeas, þetta eru styrkir sem eru notaðir aðeins til að halda uppi byggð á ákveðnum svæðum.
Hér á íslandi fá bændum 2/3 af tekjum sínum beint frá ríkinu, á meðan það hlutfall er 1/3 innan ESB. Í heimsókn minni til bændasamtakana um daginn sýndu þeir mér hvernig styrkirnir væru hér miðað við einmitt danmörku, og þegar kom að mjólkur og sauðfjárbúskap þá eru þeir mun hærri hér. Hinir bændurnir njóta bara tollverndar.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.2.2007 kl. 13:52
Ef væri Svinabóndi í Danmörku fengi ég 24,000 per hektara í kornræktarstyrk Eg gæti ræktað korn 400 hekturm sem gera 9,600,000 Þetta mundi lækka fóðurkosnað um 40% Allar framkvæmdir sem snúa að orkusparnaði eru greiddar af 50% af danska ríkinu sem gerir það verkum flestir svínbændur þar eru sjálfum sér nægir með orku og selja afgangsorkuna inn á netið. Allt grænar greiðsur. Ef þetta eru ekki samkeppnisruglandi þá veit ekki hvað. það er auðvitað hægt gefa sér allskonar fosendur og fá stór mikill vísindi út OECD gerir .
Ps Það er alltaf jafn gaman að rökræða við þig Jónas
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.