Fleiri konur á þing takk!

 Konur á þing

 

Af hverju eru ekki fleiri konur á þingi?

Í kosningunum árið 1999 fjölgaði konum á Alþingi um sex og voru þær þá 22 af 63 þingmönnum. Aldrei áður höfðu fleiri konur verið kjörnar á þing. Fjórum árum síðar fækkaði þeim um þrjár og niður í tæplega 30% þingmanna. Allt lítur út fyrir að konum muni fækka á Alþingi eftir kosningarnar í maí nk. Hvað veldur og af hverju eru ekki fleiri konur á þingi?

Þessum spurningum ætla Ungir jafnaðarmenn að reyna að fá svör við á opnum fundi á Kaffi Sólon í hádeginu á miðvikudaginn. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12:00 og stendur í klukkutstund.

Frummælendur verða Sigríður Andersen, lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingiskona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Fundarstjóri verður Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.


Allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband